Almennar fréttir / 18. desember 2012

Lánsfjármögnun Smáralindar lokið

Smaralind

Í tilkynningu Regins hf. þann 19. nóvember sl. kom fram að samið hefði verið um endurfjármögnun félagsins. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að áreiðanleikakönnun og hefur hún farið fram án athugasemda og umræddri lánsfjármögnun því lokið. Umrætt lán er að fjárhæð 9 milljarðar. Fjármögnunin er verðtryggð til 30 ára og ber 3,95% fasta vexti. Heimilt er að greiða upp lánið eftir 5 ár. Fjármögnunin er með jöfnum afborgunum og greiðsluferlið er 30 ár. Hluti af láninu eða um 1,5 milljarður verður nýtt til þess að greiða upp óhagstæðari lán í Regins samstæðunni. Skuldabréf tengd fjármögnuninni verða skráð í Kauphöll Íslands, Nasdaq OMX Iceland. Lánveitandi og útgefandi skuldabréfa er REG 2 Smáralind fagfjárfestasjóður í rekstri Stefnis hf. 


Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.