Almennar fréttir / 14. janúar 2014

Lánsfjármögnun Regins Atvinnuhúsnæðis lokið

Gengið var í dag frá sölu eignatryggðra skuldabréfa til fjármögnunar á Reginn atvinnuhúsnæði ehf., sem er dótturfélag Regins hf. Fjármögnunin er verðtryggð með jöfnum afborgunum til 30 ára og ber 3,85% fasta vexti en gjalddagar vaxta og afborgana eru tvisvar á ári. Heimilt er að greiða upp lánið eftir 5 ár. Lánið verður nýtt til uppgreiðslu óhagstæðri lána og lána sem falla á gjalddaga seinna á árinu. Heildarstærð skuldabréfaflokksins er 9,5 milljarðar og var sala á öllum flokknum kláruð í dag. Skuldabréf tengd fjármögnuninni verða skráð í Kauphöll Íslands, Nasdaq OMX Iceland en Íslandsbanki verður umsjónaraðili skráningar. Lánveitandi og útgefandi eignatryggðu skuldabréfanna er REG3A fjármögnun, fagfjárfestasjóður en rekstraraðili sjóðsins er ALDA sjóðir hf.

Áætlaður ávinningur félagsins vegna lægri vaxtakjara er um 50 m.kr. á ársgrundvelli.

Auk endurfjármögnunar Regins atvinnuhúsnæðis hefur einnig verið lokið við endurfjármögnun á dótturfélögum félagsins sem hýsa Egilshöll og Smáralind og er þetta því skref í að ljúka við endurfjármögnun samstæðu Regins hf.

Reginn hf. er íslenskt fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á atvinnuhúsnæði. Fasteignasafn Regins telur 45 fasteignir og er heildarfermetrafjöldi fasteignasafnsins um 192 þúsund fermetrar. 

ALDA sjóðir hf. er rekstrarfélag verðbréfa- og fjárfestingasjóða. Félagið rekur auk þess fagfjárfestasjóði.

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka var umsjónaraðili útgáfunnar. Verðbréfamiðlun bankans sá um sölu bréfanna og verður jafnframt með viðskiptavakt á skuldabréfunum í Kauphöll Íslands.


Undirritun Reginn Atvinnuhúsnæði

F.v. Þorkell Magnússon forstöðumaður skuldabréfa hjá Öldu sjóðum hf., Katrín B. Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Reginn Atvinnuhúsnæði ehf., Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins, Narfi Þ. Snorrason verkefnastjóri fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka og Jóhann Sigurjónsson fjármálastjóri Regins.


Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.