Almennar fréttir / 17. nóvember 2023

Landsvirkjun flytur í Höfðatorgsturninn

Mikill áhugi hefur verið meðal fyrirtækja að vera með aðsetur í Höfðatorgsturninum í Katrínartúni 2. Í maí sl. var ritað undir grænan leigusamning við Landsvirkjun fyrir um 4.500 m2 í húsinu og mun starfsemi þeirra dreifast á fimm hæðir. Að stórum hluta til var Reiknistofa bankanna áður í þessum rýmum og var gengið frá samningi við Landsvirkjun áður en Reiknistofan hafði flutt út. Undanfarnar vikur hefur Landsvirkjun verið að koma sér fyrir og nú þegar tekið nokkur rými í notkun. Um hágæða skrifstofurými er að ræða og útsýnið einstakt, en starfsemi Landsvirkjunnar er m.a. á 17. hæð. Með tilkomu Landsvirkjunnar má segja að húsið sé í raun uppselt þar sem öll rými eru að fullu útleigð.
 
Undanfarin misseri hefur verið lögð mikil áhersla á uppfærslu gæða í húsinu, m.a. með uppfærslu á sameign, innleiðingu snjallsorps, bættri hjólageymslu, opnun á nýrri og glæsilegri veitingaaðstöðu o.s.frv. Við bjóðum Landsvirkjun hjartanlega velkomin í húsið, en meðal fyrirtækja og stofnana sem nú þegar eru í Höfðatorgsturninum má nefna Kviku banka, Embætti landlæknis, Nox Medical ásamt fjölda annara.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.