Almennar fréttir / 17. nóvember 2023

Landsvirkjun flytur í Höfðatorgsturninn

Mikill áhugi hefur verið meðal fyrirtækja að vera með aðsetur í Höfðatorgsturninum í Katrínartúni 2. Í maí sl. var ritað undir grænan leigusamning við Landsvirkjun fyrir um 4.500 m2 í húsinu og mun starfsemi þeirra dreifast á fimm hæðir. Að stórum hluta til var Reiknistofa bankanna áður í þessum rýmum og var gengið frá samningi við Landsvirkjun áður en Reiknistofan hafði flutt út. Undanfarnar vikur hefur Landsvirkjun verið að koma sér fyrir og nú þegar tekið nokkur rými í notkun. Um hágæða skrifstofurými er að ræða og útsýnið einstakt, en starfsemi Landsvirkjunnar er m.a. á 17. hæð. Með tilkomu Landsvirkjunnar má segja að húsið sé í raun uppselt þar sem öll rými eru að fullu útleigð.
 
Undanfarin misseri hefur verið lögð mikil áhersla á uppfærslu gæða í húsinu, m.a. með uppfærslu á sameign, innleiðingu snjallsorps, bættri hjólageymslu, opnun á nýrri og glæsilegri veitingaaðstöðu o.s.frv. Við bjóðum Landsvirkjun hjartanlega velkomin í húsið, en meðal fyrirtækja og stofnana sem nú þegar eru í Höfðatorgsturninum má nefna Kviku banka, Embætti landlæknis, Nox Medical ásamt fjölda annara.

Annað fréttnæmt

20. nóv.

HSN flytur í Sunnuhlíð um áramót

Framkvæmdir við nýja heilsugæslu í Sunnuhlíð á Akureyri ganga vel og mun Heilbrigðisstofnun Norðurlands flytja í húsnæðið upp úr áramótum. Enn eru nokkur laus rými til ráðstöfunar og áfram er sérstök áhersla lögð á að bæta við rekstraraðilum í heilsutengdri þjónustu og verslun.
17. nóv.

30% landsmanna heimsækja fjölsóttustu kjarna Regins á einni viku

Hjá Regin leggjum við áherslu á að móta eftirsótta blöndu innan skilgreindra kjarna þar sem fólk getur lifað, leikið og starfað. Við trúum því að vönduð og fjölbreytt þjónusta innan slíkra kjarna skapi aðstæður fyrir viðskiptavini okkar til að dafna og auki ánægju viðskiptavina þeirra, íbúa og starfsfólks í nágrenni þeirra