Almennar fréttir / 11. september 2013

Kynning vegna kauptilboðs Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Þann 5. september sl. lagði Reginn fram tilboð í 100% hlutafjár í Eik fasteignafélagi.

Í tengslum við tilboðið hefur Reginn tekið saman kynningu þar sem farið er yfir möguleg áhrif og ávinning þeirra viðskipta sem gætu falist í sölu hlutafjár Eikar til Regins hf.  Kynning þessi er byggð á birtum upplýsingum um félögin Reginn hf. og Eik fasteignafélag hf. sem og rekstrarspá Regins hf. fyrir árið 2014 sem var birt í Kauphöll 10. september sl.

Tilboð Regins í Eik - kynning fyrir hluthafa 2013 09 11


Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.