Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Kvikmyndahús – leigusamningur, opnun tilboða

Reginn ehf. hefur undanfarið haft í undirbúningi að hefja framkvæmdir við að ljúka við byggingu kvikmyndahúss í viðbyggingu við Egilshöll. Tilboð í framkvæmdina verða opnuð mánudaginn 15. febrúar nk.

Í morgun 9.febrúar voru opnuð tilboð í leigusamning v. Kvikmyndahúss við Egilshöll Útboð var lokað og var þremur aðilum boðin þátttaka, einn þeirra þ.e. Myndform (Laugarásbíó) skilaði ekki inn tilboði.

Niðurstaða var eftirfarandi m.v. leigu á mánuði með VSK:

Kringlubíó / Sambíó

Tilboð A - 8.157 þús.kr
Tilboð B - 6.651 þús.kr.

Sena

Tilboð B - 3.157 þús.kr

Skýring á miklum mun tilboða er að finna í mismunandi framsetningu og útreikning á leigufjárhæð þ.e. leigan er veltutengd en með mismunandi grunnleigu. Báðir aðilar bjóða veltutengingu til hækkunar frá ofangreindum grunni. Miðað við framsetningu tilboða þá er ljóst að veltutenging muni minnka mun á tilboðum hratt. Verið er að fara yfir tilboðin og vinna samanburð sem tekur til veltutengingar, styrk bjóðanda o.s.frv.

Það er þó skýrt að niðurstöður útboðs staðfestir þá skoðun okkar að verkefni er þokkalega arðsamt og vel réttlætanlegt að ráðast í þá fjárfestingu sem þarf til að ljúka þessu verki.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.