Almennar fréttir / 31. ágúst 2012

Keiluhöllin í Egilshöll opnar (1)

Keiluhöllin í Egilshöll var formlega opnuð í dag og var fjölmenni við opnunina. Í keilusalnum eru 22 keilubrautir með öllum fullkomnustu tækjum og einnig matsölustaður, sportbar, kaffihús, og bistro. Sannkallaður fjölskylduskemmtistaður

Við opnunina voru Keilarar, starfsmenn, iðnaðarmenn, fulltrúar frá borginni, íþróttafélaginu Fjölni og fleiri.  Sr. Vigfús Þ. Árnason sóknarprestur Grafarvogsprestakalls flutti árnaðarorð og blessaði salinn áður en Rúnar Fjeldsted tók til máls,  og þakkaði þeim sem höfðu lagt hönd á plóginn og taldi niður í fyrstu formlegu keiluskotin.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.