Almennar fréttir / 23. janúar 2013

Kaup Regins hf. á Ofanleiti 2 lokið

HR-byggingÍ tilkynningu Regins hf. þann 20. desember 2012 kom fram að Reginn hf. hefði gert kauptilboð um kaup á fasteign að Ofanleiti 2 með fyrirvara m.a um niðurstöðu á greiningu leigusamninga.  Enn fremur sendi Reginn frá sér tilkynningu þann 16. janúar sl. (leiðrétt 17. janúar) þar sem kom fram að eini fyrirvarinn tengdur kaupunum væri skuldaraskipti  á láni tengdu fasteigninni þar sem lánveitandi var OFAN SVÍV fagfjárfestasjóður, sem er í umsýslu Stefnis hf.  Nú hefur öllum fyrirvörum verið eytt og  kaupsamningur milli Regins og SVÍV ses var undirritaður í dag 22. janúar.  Sama dag var gengið frá skuldaraskipti á láninu og mun Reginn yfirtaka lánið við OFAN SVÍV fagfjárfestasjóð.   Vísað er til lýsingar Fagfjárfestasjóðsins OFAN SVÍV sem birt var 28. desember s.l.

Kaupverðið er trúnaðarmál en áhrif kaupanna  eru áætluð  4 - 5% aukning á EBITDA Regins á ársgrundvelli. Kaup þessi eru innan ramma fjárfestingastefnu Regins sem felur meðal annars í sér að auka hlut í skrifstofuhúsnæði.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.