Almennar fréttir / 17. október 2012

Kaup Regins hf. á fasteigninni Hafnarstræti 83-89 sem hýsir Hótel KEA lokið

KEA-OUTSIDE-PRINT-SMALLÍ tilkynningu Regins hf. þann 4. september síðastliðinn kom fram að Reginn hf. hefði gert samkomulag um kaup á fasteigninni sem hýsir Hótel KEA þ.e Hafnarstræti 83-89 á Akureyri með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar.  Sú áreiðanleikakönnun hefur nú farið fram án athugasemda.  Kaupsamningur milli Regins hf. og Krypton ehf.  um fasteignina  var undirritaður í dag 16. október.  Jafnframt var undirritaður 14 ára leigusamningur við Keahótel ehf. Kaupverðið er trúnaðarmál en áhrif kaupanna er aukning á EBITDU félagsins yfir 5%  en áhrif  fjárfestingarinnar  munu verða  lítil  á stjórnunarkostnað félagsins. 

Hótel Kea fellur vel að fjárfestingarstefnu félagsins en eins og kom fram í skráningarlýsingu félagsins þá stefnir Reginn hf. á að  auka breiddina í tegundum atvinnuhúsnæðis og hluti af því er að fjárfesta í verkefnum tengdum ferðamannaiðnaði.

Hótel Kea er eitt af þekktustu kennileitum Akureyrar. Hótel Kea er eina fjögurra stjörnu hótelið á Akureyri og er staðsett í hjarta bæjarins þar sem stutt er í alla þjónustu, verslanir, söfn og veitingastaði. Hótelið býður upp á velbúin herbergi, veitingastað, bar, ráðstefnu-  og fundasali.

Kaupin hafa nú þegar verið fjármögnuð.


Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.