Almennar fréttir / 7. ágúst 2013

Joe & the Juice og MOA í Smáralind


J&TJNú standa yfir framkvæmdir í göngugötu Smáralindar þar sem verið er að undirbúa opnun dönsku keðjunnar Joe & the Juice. Staðurinn mun bjóða upp á holla ávaxtadrykki, samlokur og kaffi. Ráðgert er að staðurinn opni á næstunni.

Ný verslun mun einnig opna 22. ágúst í Smáralind en það er franska fylgihlutakeðjan MOA. Þar verður að finna fjölbreytt úrval fylgihluta s.s. skartgripi, töskur, skó og slæður. Þetta er fyrsta verslun MOA á Íslandi en fyrirtækið var stofnað árið 2002 í París og rekur nú um 100 verslanir í 10 löndum.

Upplýsingar og fréttir frá Smáralind má finna á heimasíðu og Facebook síðu Smáralindar.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.