Almennar fréttir / 20. nóvember 2023

HSN flytur í Sunnuhlíð um áramót

Framkvæmdir við nýja heilsugæslu í Sunnuhlíð ganga vel og mun Heilbrigðisstofnun Norðurlands flytja í húsnæðið upp úr áramótum.

 

Því til viðbótar er búið að ganga frá leigusamningum við fleiri öfluga aðila í heilsutengdri þjónustu og verslun. Sjúkraþjálfun Akureyrar mun starfrækja glæsilega sjúkraþjálfunarstöð á neðri jarhæð hússins og Lyfja mun opna apótek á jarðhæð hússins. Áætlað er að þessir rekstraraðilar muni hefja rekstur í húsinu á vormánuðum.

Enn eru nokkur laus rými til ráðstöfunar og áfram er sérstök áhersla lögð á að bæta við rekstraraðilum í heilsutengdri þjónustu og verslun.

 

Áhugasömum er bent á að hafa samband við leiga@reginn.is fyrir nánari upplýsingar.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.