Almennar fréttir / 20. nóvember 2023

HSN flytur í Sunnuhlíð um áramót

Framkvæmdir við nýja heilsugæslu í Sunnuhlíð ganga vel og mun Heilbrigðisstofnun Norðurlands flytja í húsnæðið upp úr áramótum.

 

Því til viðbótar er búið að ganga frá leigusamningum við fleiri öfluga aðila í heilsutengdri þjónustu og verslun. Sjúkraþjálfun Akureyrar mun starfrækja glæsilega sjúkraþjálfunarstöð á neðri jarhæð hússins og Lyfja mun opna apótek á jarðhæð hússins. Áætlað er að þessir rekstraraðilar muni hefja rekstur í húsinu á vormánuðum.

Enn eru nokkur laus rými til ráðstöfunar og áfram er sérstök áhersla lögð á að bæta við rekstraraðilum í heilsutengdri þjónustu og verslun.

 

Áhugasömum er bent á að hafa samband við leiga@reginn.is fyrir nánari upplýsingar.

Annað fréttnæmt

17. nóv.

Landsvirkjun flytur í Höfðatorgsturninn

Mikill áhugi hefur verið meðal fyrirtækja að vera með aðsetur í Höfðatorgsturninum í Katrínartúni 2. Í maí sl. var ritað undir grænan leigusamning við Landsvirkjun fyrir um 4.500 m2 í húsinu og mun starfsemi þeirra dreifast á fimm hæðir.
17. nóv.

30% landsmanna heimsækja fjölsóttustu kjarna Regins á einni viku

Hjá Regin leggjum við áherslu á að móta eftirsótta blöndu innan skilgreindra kjarna þar sem fólk getur lifað, leikið og starfað. Við trúum því að vönduð og fjölbreytt þjónusta innan slíkra kjarna skapi aðstæður fyrir viðskiptavini okkar til að dafna og auki ánægju viðskiptavina þeirra, íbúa og starfsfólks í nágrenni þeirra