Smárinn er eitt af kjarnasvæðum Regins og eru ný verslunar- og þjónusturými í Smárabyggð sterk viðbót við kjarnann. Þar býður Reginn nútímaleg og einstaklega vel staðsett rými til leigu í Sunnu- og Silfursmára, sunnan Smáralindar sem er stærsta verslunarmiðstöð landsins. Um er að ræða 7-10 leigurými sem eru frá 120-600 m2 að stærð með mikilli lofthæð og stórum gluggafrontum. Rýmin bjóða upp á mikinn sýnileika við eina helstu aðkomuleið að Smáralind og henta vel fyrir sérvöruverslanir og hverfistengda þjónustustarfsemi.
Svæðið er hluti af nýju og glæsilegu borgarhverfi í hjarta höfuðborgarsvæðisins þar sem fólk getur upplifað notalega miðbæjarstemmningu með alla helstu þjónustu í göngufæri. Um 675 nýjar íbúðir eru í göngufæri, ásamt miklum fjölda íbúa í rótgrónu hverfi í nágrenni verslunar- og þjónustusvæðisins. Um fjórar milljónir gesta sækja Smáralind ár hvert, en Reginn leggur ríka áherslu á ígrundaða og fjölbreytta samsetningu rekstraraðila sem henta vel nálægt verslunarmiðstöðinni og styðja við kjarnasvæðið. Fyrsti leigusamningur við rekstraraðila í Silfursmára hefur verið undirritaður og var rýmið afhent ferðaskrifstofunni Verdi Travel nú á dögunum.
Áhugasöm eru beðin um að hafa samband með því að senda tölvupóst á leiga@reginn.is.

Reginn hagnast um 5,1 milljarð á fyrstu 9 mánuðum ársins 2023 - hagnaður eykst um 10,6%

HSN flytur í Sunnuhlíð um áramót
