Almennar fréttir / 8. nóvember 2023

Fyrstu rekstraraðilar fluttir inn í Silfursmára

Smárinn er eitt af kjarnasvæðum Regins og eru ný verslunar- og þjónusturými í Smárabyggð sterk viðbót við kjarnann. Þar býður Reginn nútímaleg og einstaklega vel staðsett rými til leigu í Sunnu- og Silfursmára, sunnan Smáralindar sem er stærsta verslunarmiðstöð landsins. Um er að ræða 7-10 leigurými sem eru frá 120-600 m2 að stærð með mikilli lofthæð og stórum gluggafrontum. Rýmin bjóða upp á mikinn sýnileika við eina helstu aðkomuleið að Smáralind og henta vel fyrir sérvöruverslanir og hverfistengda þjónustustarfsemi.

Svæðið er hluti af nýju og glæsilegu borgarhverfi í hjarta höfuðborgarsvæðisins þar sem fólk getur upplifað notalega miðbæjarstemmningu með alla helstu þjónustu í göngufæri. Um 675 nýjar íbúðir eru í göngufæri, ásamt miklum fjölda íbúa í rótgrónu hverfi í nágrenni verslunar- og þjónustusvæðisins. Um fjórar milljónir gesta sækja Smáralind ár hvert, en Reginn leggur ríka áherslu á ígrundaða og fjölbreytta samsetningu rekstraraðila sem henta vel nálægt verslunarmiðstöðinni og styðja við kjarnasvæðið. Fyrsti leigusamningur við rekstraraðila í Silfursmára hefur verið undirritaður og var rýmið afhent ferðaskrifstofunni Verdi Travel nú á dögunum. 

Áhugasöm eru beðin um að hafa samband með því að senda tölvupóst á leiga@reginn.is.

Sjá meira hér.

 

 

 

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.