Almennar fréttir / 22. febrúar 2013

Fulltrúi Smáralindar kjörinn í stjórn Markaðsstofu Kópavogs

Stjorn Markaðsstofu.jpgÍ gær var Sturla G. Eðvarðsson framkvæmdastjóri Smáralindar kjörinn í stjórn Markaðsstofu Kópavogs sem fulltrúi Smáralindar. Auk hans voru einnig kosnir tveir fulltrúar annarra fyrirtækja í Kópavogi og fjórir frá Kópavogsbæ.  Smáralind sem er stærsta verslunarmiðstöð á Íslandi verður öflugur hlekkur í því starfi sem er framundan hjá Markaðsstofu Kópavogs.

Tilgangur Markaðsstofu Kópavogs er að efla samstarf atvinnulífsins, sveitarfélagsins og annarra sem vilja stuðla að uppbyggingu innan Kópavogs, í þeim tilgangi að bæta ímynd svæðisins og auka eftirspurn eftir hvers konar þjónustu eða atvinnustarfsemi á svæðinu.

Sjá frétt á mbl.is


Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.