Almennar fréttir / 27. apríl 2022

Framtíðin í smásölu

Fyrsta skólavetri Smáralindarskólans lauk með fyrirlestri sem haldin var í Smárabíói þann 26. apríl. Fyrirlesturinn fjallaði um framtíðina í smásölu. Sænski retail ráðgjafinn, Håkan Pehrsson, frá The Retail Headquarters hélt afar áhugavert erindi um hvernig smásölubransinn er að þróast og hvar helstu tækifærin liggja í smásölu næstu misserin. Samkvæmt Håkan er bjart framundan í verslun og þjónustu þrátt fyrir að bransinn sé ennþá að kljást við hækkandi vöruverð og vöruskort vegna Covid-19 og stríðsins í Úkraínu. Tækifærin liggja í ýmsum þáttum, m.a. í því að fólk er að eldast sem kallar á breytta þjónustu og þarfir, robotar taka yfir ákveðinn hluta starfa sem gerir fyrirtækjum kleift að sinna viðskiptavinunum betur og leggja meiri áherslu á upplifun þeirra. Vefverslanir eru mikilvægur hluti af þjónustustigi fyrirtækja en fólk sækir áfram í samskipti og vill njóta þjónustu og upplifunar í verslunum ásamt því að sækja veitingastaði í meira mæli.

Smáralindarskólinn var stofnaður síðasta haust og er samstarfsverkefni Smáralindar og Akademias. Tilgangur skólans er að veita fræðslu og þjálfun í því sem skiptir máli í verslunar- og þjónustustörfum og styðja þannig við þekkingu innan bransans.

Annað fréttnæmt

08. sep.

Sjálfbærnidagur Landsbankans 2023

Fimmtudaginn 7. september fór Sjálfbærnidagur Landsbankans fram í Grósku. Meðal þeirra sem fóru með erindi á fundinum var Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og reksturs fasteigna hjá Regin.