Almennar fréttir / 27. apríl 2022

Framtíðin í smásölu

Fyrsta skólavetri Smáralindarskólans lauk með fyrirlestri sem haldin var í Smárabíói þann 26. apríl. Fyrirlesturinn fjallaði um framtíðina í smásölu. Sænski retail ráðgjafinn, Håkan Pehrsson, frá The Retail Headquarters hélt afar áhugavert erindi um hvernig smásölubransinn er að þróast og hvar helstu tækifærin liggja í smásölu næstu misserin. Samkvæmt Håkan er bjart framundan í verslun og þjónustu þrátt fyrir að bransinn sé ennþá að kljást við hækkandi vöruverð og vöruskort vegna Covid-19 og stríðsins í Úkraínu. Tækifærin liggja í ýmsum þáttum, m.a. í því að fólk er að eldast sem kallar á breytta þjónustu og þarfir, robotar taka yfir ákveðinn hluta starfa sem gerir fyrirtækjum kleift að sinna viðskiptavinunum betur og leggja meiri áherslu á upplifun þeirra. Vefverslanir eru mikilvægur hluti af þjónustustigi fyrirtækja en fólk sækir áfram í samskipti og vill njóta þjónustu og upplifunar í verslunum ásamt því að sækja veitingastaði í meira mæli.

Smáralindarskólinn var stofnaður síðasta haust og er samstarfsverkefni Smáralindar og Akademias. Tilgangur skólans er að veita fræðslu og þjálfun í því sem skiptir máli í verslunar- og þjónustustörfum og styðja þannig við þekkingu innan bransans.

Annað fréttnæmt

01. jún.

Stækkun Hafnartorgs fær nafnið Hafnartorg Gallery

Hafnartorgssvæðið stækkar umtalsvert í sumar en á næstu vikum opnar nýr áfangastaður með verslunum og veitingastöðum við gömlu höfnina í Reykjavík. Staðurinn hefur nú fengið nafnið Hafnartorg Gallery en þar verður að finna vandaðar verslanir, úrval af mat og drykk fyrir öll tækifæri auk menningartengdrar starfssemi.
10. jan.

Grænar áherslur Regins

Reginn er brautryðjandi og framsækið fasteignafélag sem telur grænar áherslur fyrirtækja vera einn af lykilþáttum í rekstri þeirra. Með samfélagslega ábyrga hugsun að leiðarljósi verða til ný viðskiptatækifæri og fyrirtæki verða samkeppnishæfari. Félagið einsetur sér að vera leiðandi í mótun og rekstri fasteigna með markvissum aðgerðum í rekstri þeirra, fjárfestingum, skipulagi, nýbyggingum og samvinnu við leigutaka.