Almennar fréttir / 29. maí 2012

Framkvæmdir við Keiluhöllina

keilaFramkvæmdir við Keiluhöll eru á lokastigi, en þar verður 22 brauta keilusalur, veitingahús sem tekur 170 manns í sæti, bar sem tekur 80 manns í sæti og kaffihús fyrir 50 manns í sæti. Unnið er að lokafrágangi á uppsetningu innréttinga, mynd- og hljóðkerfa. Innréttingar eru hannaðar af amerískum hönnuði sem sérhæfir sig í hönnun á fjölskyldu- og afþreyingarkjörnum. Allar innréttingar ásamt mynd- og hljóðkerfi eru af bestu gerð til að gera upplifunina sem besta fyrir væntanlega viðskiptavini.

Með þessari viðbót eykst enn úrval afþreyingar í Egilshöll fyrir höfuðborgarbúa.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.