Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Forval vegna kvikmyndahúss í Egilshöll

Almenna verkfræðistofan hf. fyrir hönd Regins ehf. leitar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í alútboði fyrir hönnun og byggingu kvikmyndahúss í Egilshöll að Fossaleyni 1, Reykjavík. Um er að ræða yfirtöku á framkvæmdum við stækkun Egilshallar sem stöðvuðust haustið 2008. Viðbyggingin er skráð 7.378 fermetrar að stærð á þremur hæðum og kjallara og er ætlað að hýsa fjóra sýningarsali í kvikmyndahúsi. Væntanlegur alverktaki mun taka við húsinu í því ástandi sem það er nú, ásamt hönnunargögnum sem fyrirliggjandi eru hjá byggingarfulltrúa.

Helstu upplýsingar um útboðið

  • Afhending útboðsgagna: 21. desember 2009
  • Áætlað upphaf verks: 1. febrúar 2010
  • Verklok: 15. ágúst 2010

Áhugasamir geta óskað eftir forvalsgögnum á rafrænu formi með því að senda tölvupóst á netfangið emil@almenna.is. Umsóknum skal skila á skrifstofu Almennu verkfræðistofunnar hf., Fellsmúla 26, 108 Reykjavík eigi síðar en mánudaginn 14. desember 2009 kl. 12:00.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.