Almennar fréttir / 13. október 2014

Evrópumót í keilu í Egilshöll

Dagana 13. til 19. október verður Evrópumót einstaklinga í keilu 2014 haldið í Egilshöll. Keilusamband Íslands sér um framkvæmd mótsins í samvinnu við Evrópusamband keilunnar ETBF. 

Íslendingar eiga tvo fulltrúa á mótinu þau Magnús Magnússon og Ástrós Pétursdóttir Íslandsmeistara einstaklinga 2014.

Um 65 erlendir þátttakendur eru skráðir á mótið og er áætlað að fjöldi þáttakenda og aðstoðarmanna verði um 140 talsins.

Sjónvarpað verður frá mótinu bæði á rásum RÚV Sport laugardaginn 18.  október og á SportTV alla dagana. Úrslitin verða svo í beinni á báðum stöðvunum.

Nánari upplýsingar um mótið, dagskrá, keppendur o.fl., má finna á vefsíðu mótsins www.ecc2014.is


 

 


Annað fréttnæmt

01. jún.

Stækkun Hafnartorgs fær nafnið Hafnartorg Gallery

Hafnartorgssvæðið stækkar umtalsvert í sumar en á næstu vikum opnar nýr áfangastaður með verslunum og veitingastöðum við gömlu höfnina í Reykjavík. Staðurinn hefur nú fengið nafnið Hafnartorg Gallery en þar verður að finna vandaðar verslanir, úrval af mat og drykk fyrir öll tækifæri auk menningartengdrar starfssemi.
27. apr.

Framtíðin í smásölu

Fyrsta skólavetri Smáralindarskólans lauk með fyrirlestri sem haldin var í Smárabíói þann 26. apríl. Fyrirlesturinn fjallaði um framtíðina í smásölu. Sænski retail ráðgjafinn, Håkan Pehrsson, hélt afar áhugavert erindi um hvernig smásölubransinn er að þróast og hvar helstu tækifærin liggja í smásölu næstu misserin.