Almennar fréttir / 13. október 2014

Evrópumót í keilu í Egilshöll

Dagana 13. til 19. október verður Evrópumót einstaklinga í keilu 2014 haldið í Egilshöll. Keilusamband Íslands sér um framkvæmd mótsins í samvinnu við Evrópusamband keilunnar ETBF. 

Íslendingar eiga tvo fulltrúa á mótinu þau Magnús Magnússon og Ástrós Pétursdóttir Íslandsmeistara einstaklinga 2014.

Um 65 erlendir þátttakendur eru skráðir á mótið og er áætlað að fjöldi þáttakenda og aðstoðarmanna verði um 140 talsins.

Sjónvarpað verður frá mótinu bæði á rásum RÚV Sport laugardaginn 18.  október og á SportTV alla dagana. Úrslitin verða svo í beinni á báðum stöðvunum.

Nánari upplýsingar um mótið, dagskrá, keppendur o.fl., má finna á vefsíðu mótsins www.ecc2014.is


 

 


Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.