Almennar fréttir / 16. ágúst 2013

Esprit í Smáralind

Nýverið opnaði Esprit verslun í Smáralind. Esprit er alþjóðleg tískufatakeðja sem býður upp á fjölbreytt úrval af dömu- og herrafatnaði auk margskonar fylgihluta. Nýja verslunin er í 250 fermetra rými á 1. hæð við hliðina á Drangey og Karakter.

Esprit hefur verið starfrækt frá árinu 1968 og á uppruna sinn að rekja til San Francisco. Í dag eru verslanir yfir 1000 talsins í yfir 40 löndum en vörur þess eru einnig seldar hjá fleiri en 10 þúsund endursöluaðilum. 

                                                 esprit-verslun

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.