Almennar fréttir / 10. janúar 2013

Endurbætur á Vatnagörðum 8

Vatnagardar 8Reginn er nú að hefja framkvæmdir við endurnýjun og uppfærslu um 2.200 m2 skrifstofu- og vöruhús að Vatnagörðum 8 í Reykjavík. Verkið felst í endurnýja hluta af gólfi og burðarvirki ásamt því að annast innréttingar fyrir leigutaka.  Reginn hefur gert leigusamning við Arctic Adventures um hluta hússins og er áætlað að afhenda þeim húsnæðið í mars.

Leitað verður eftir tilboðum í almennu útboði í framkvæmdir á burðarvirki, endurnýjun þakklæðningar og gluggum sem og ýmissa tilheyrandi þátta, ennfremur í stýriverktöku v. innri frágangs og tæknikerfa.

Áætlað er að endurbótum muni ljúka að fullu um mitt ár.  Útboðið  hefur verið auglýst í fjölmiðlum og má einnig finna hér.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.