Almennar fréttir / 8. október 2019

Embætti landlæknis flytur á Höfðatorg

Reginn fasteignafélag og Embætti landlæknis hafa skrifað undir leigusamning og mun embættið flytja á 6.hæð Höfðatorgs í nóvember næstkomandi. Ríkiskaup auglýsti eftir framtíðarhúsnæði fyrir embættið í apríl síðastliðnum og þótti húsnæðið á Höfðatorgi henta vel undir starfsemina en hjá embættinu starfa hátt í 80 starfsmenn. Stærð á hinu leigða rými er um 1.500 m2.

Höfðatorg að breytast
Reginn fasteignafélag festi kaup á Höfðatorgi á síðasta ári og hefur að undanförnu undirbúið umbreytingu á turninum og leigurýmum sem þar eru. „Það má segja að samningur okkar við Embætti landlæknis marki upphafið að umbreytingarferli Höfðatorgs en við erum að fylla húsið af lífi með sterkum rekstraraðilum og ætlum okkur að auka við þjónustu í húsinu með öflugri tengingu við fyrstu og aðra hæðina þar sem veitingar og þjónusta á að geta þrifist. Næsti stóri leigutaki sem mun flytja á Höfðatorg er Kvika sem stefnir á að hefja starfsemi í húsinu á svipuðum tíma og Landlæknir. Höfðatorg er hágæða skrifstofuhúsnæði með öllum þeim kostum sem slíkt húsnæði þarf að bera þar má nefna staðsetninguna, bílastæðin, aðkomuna, sveigjanleikann o.s.frv. Einnig þarf að hafa í huga að Höfðatorg er einungis í rúmlega 150 metra fjarlægð frá fyrsta áfanga Borgarlínu. Þarna munum við því í framtíðinni geta boðið upp á atvinnuhúsnæði sem er með öflugar almenningssamgöngur nánast við anddyrið. Þessi samningur sem við erum að skrifa undir við Landlæknisembættið sýnir einnig að við erum sterk í því að móta lausnir með opinberum aðilum og samstarfsverkefni okkar við opinbera aðila hafa sýnt fram á lægri kostnað og ávinning fyrir ríkið“ segir Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins.

Annað fréttnæmt

08. jún.

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Stjórn Regins hefur sent tilkynningu í Kauphöll Íslands þar sem tilkynnt var um ákvörðun stjórnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Við sjáum fyrir okkur nýja sókn þessara tveggja félaga undir nýju nafni og merki.
07. jún.

Fasteignamat 2024

Fasteignamat eignasafns Regins kemur til með að hækka um 2% milli áranna 2023 og 2024. Atvinnuhúsnæði í heild sinni á landinu hækkar hins vegar um 4,8%.
26. maí

Reginn gefur út nýja græna skuldabréfaflokka

Þann 25. maí 2023 voru gefnir út tveir nýir grænir skuldabréfaflokkar. Báðir flokkarnir eru grænir og eru veðtryggðir undir almenna tryggingarfyrirkomulagi Regins. Með farsælu útboði á þessum tveimur flokkum náðust öll meginmarkmið félagsins og standa meðal verðtryggðir vextir félagsins í um 2,84% í kjölfar útboðsins.