Almennar fréttir / 30. maí 2013

Eignarhaldsfélag Landsbankans ehf. hyggst selja allt að 25% eignarhlut í Regin hf.

Eignarhaldsfélag Landsbankans ehf., sem er í eigu Landsbankans hf., hefur ákveðið að bjóða til sölu 325.000.000 hluti í Regin hf., sem samsvarar 25% af útgefnum hlutum í félaginu. Um er að ræða þegar útgefin bréf í Regin hf. í eigu Eignarhaldsfélags Landsbankans ehf. Útgefnir hlutir í Regin hf. eru samtals 1.300.000.000 og er hver hlutur 1 kr. að nafnverði.

Markaðsviðskipti Landsbankans hf. hafa umsjón með sölu hlutanna. Ekki verður gefin út lýsing vegna útboðsins í samræmi við undanþáguheimild c-liðar, 1. töluliðar, 1. málsgreinar 50. greinar laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Tilboðsgjafar skulu að lágmarki bjóða í 2.000.000 hluti í Regin hf. en lágmarksgengi í útboðinu verður 12,00 krónur á hlut.

Útboðsfyrirkomulag verður með þeim hætti að öll samþykkt tilboð miðast við það gengi sem tilboðsgjafi tilgreinir í tilboði sínu. Nánari útboðsskilmálar, ásamt tilboðseyðublöðum, verða aðgengilegir hjá Markaðsviðskiptum Landsbankans hf. eftir lokun viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. („Kauphöllin“) í dag, fimmtudaginn 30. maí 2013.

Tekið verður við tilboðum miðvikudaginn 5. júní 2013, frá kl. 10:00 (GMT), en tilboðsfrestur rennur út kl. 16:00 (GMT) sama dag. Niðurstöður útboðsins verða birtar í Kauphöll að loknu útboði.

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi Þór Arason, forstöðumaður Markaðsviðskipta Landsbankans hf. Sími: 410 7335

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.