Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Egilshöll, opnun kvikmyndahúss

Í dag 4. nóvember afhenti Kvikmyndahöllin ehf., dótturfélag Regins, Sambíóunum húsnæði undir nýtt kvikmyndahús í Egilshöll.

Eftir undirritun leigusamnings við Sambíóin var hafin framkvæmd við að ljúka við byggingu kvikmyndahússins, en gerður var alverksamningur við Sveinbjörn Sigurðsson hf.  sem sá um alla hönnun og framkvæmd á húsinu.

Með opnun glæsilegasta kvikmyndahúss landsins í Egilshöll, er stigið stórt skref í þá átt að ljúka við að gera Egilshöllina að þeirri afþreyingarmiðstöð sem lengi hefur verið stefnt að.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.