Almennar fréttir / 15. júní 2023

BREEAM In-Use vottun Egilshallar

Egilshöll hlaut á dögunum BREEAM In-Use vottun með einkunnina „Very good“. Með vottun Egilshallar er nú um 36% af eignasafni Regins umhverfisvottað, en ásamt Egilshöll hafa Smáralind, Katrínartún 2 og Borgartún 8-16 hlotið BREEAM In-Use vottun.

BREEAM In-Use vottun er staðfesting þriðja aðila á að bestu stöðlum og kröfum sé fylgt í rekstri fasteigna. Vottunin er hönnuð til að meta og draga úr umhverfisáhrifum og bæta rekstur atvinnuhúsnæðis á hagkvæman og áhættulítinn hátt. Umhverfisvottun fasteigna auðveldar upplýsingagjöf til leigutaka um rekstrarþætti eins og orku og sorpflokkun sem æ meiri eftirspurn er eftir.

Ferli BREEAM In-Use vottunar er langt og strangt en einungis 5% bygginga sem sækja um vottun fá úttektina samþykkta. Við hjá Regin erum því virkilega stolt af þessari vottun sem er í fullu samræmi við sjáfbærnistefnu félagsins sem m.a. felur í sér að félagið ætlar að vera leiðandi í umhverfisvottun fasteigna, þar sem fylgt er alþjóðlegum kröfum um umhverfisþætti, áhættustýringu og rekstur.

Umhverfisvottun sem þessi styður að auki við markmið félagsins um græna fjármögnun, en í kjölfar BREEAM In-Use vottunar Egilshallar nemur umgjörð um græna fjármögnun 63 ma.kr. Reginn gaf út tvo nýja græna skuldabréfaflokka þann 1. júní 2023 og er græn fjármögnun um 39% af heildarfjármögnun félagsins í kjölfar útboðsins. 

 

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.