Almennar fréttir / 21. febrúar 2024

Árs- og sjálfbærniskýrsla 2023

Þann 14. febrúar síðastliðinn kynnti Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Regins samþykkt ársuppgjör á rafrænum kynningarfundi sem sendur var út í beinu streymi. Árs- og sjálfbærniskýrslu 2023 ásamt ársreikningi, umhverfisuppgjöri, tilkynningu um uppgjör, fjárfestakynningu og upptöku af kynningunni má nú nálgast hér.
Helstu atriði ársuppgjörs:
  • Rekstrartekjur voru 13,8 ma.kr. á árinu og leigutekjur hækka um 13,2%.
  • EBITDA nam 9,4 ma.kr. og hækkar um 12,4%.
  • Hagnaður var 3,8 ma.kr. en nam 2,9 ma.kr. á árinu 2022, aukning um 31%.
  • Fjárfestingaeignir eru bókfærðar á 182,7 ma.kr.
  • Hækkun vaxtastigs á síðari hluta árs leiðir til lækkunar á virðismati um tæplega 3,6 ma.kr. en virðismat er jákvætt um 6,5 ma.kr. á árinu 2023.
  • Handbært fé frá rekstri nam 5,5 ma.kr. og var handbært fé 3,2 ma.kr. í lok árs 2023.
  • Vaxtaberandi skuldir eru 116,3 ma.kr. í lok tímabils og hækkuðu um 7,2 ma.kr. á árinu.
  • Skuldahlutfall var 64,8% og eiginfjárhlutfall 30,0% í lok árs 2023.
  • Hagnaður á hlut á árinu 2023 nam 2,11 kr. en var 1,61 kr. á árinu 2022, aukning um 31%.
„Liðið ár var sérlega viðburðaríkt í rekstri Regins þar sem áhersla var lögð á að þróa, umbreyta og efla eignasafn félagsins, styrkja viðskiptasamninga þess og fjárhagsskipan. Um 45% af tekjum félagsins koma frá opinberum aðilum annars vegar og skráðum fyrirtækjum hins vegar. Vanskil leigutaka eru lág og mörg útleiguverkefni í burðarliðnum", segir Halldór Benjamín Þorbergsson.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.