Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Aðgerðir vegna greiðsluerfiðleika fyrirtækja

Bankaráð Landsbankans, NBI hf., hefur samþykkt leiðbeiningar um aðgerðir vegna greiðsluerfiðleika fyrirtækja. Þessar upplýsingar eru aðgengilegar á vef bankans.

Leiðbeiningarnar taka til þess hvernig staðið skuli að endurskipulagningu fjárhags fyrirtækja sem eru í viðskiptum við bankann og sem eiga í erfiðleikum.

Þær eru framhald af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2. desember 2008 um hvernig skuli bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja og er ætlað að útfæra betur þau tilmæli sem þar eru tilgreind. Leiðbeiningar til starfsmanna taka til þeirra atriða sem gæta þarf að en er ekki ætlað að fela í sér fastmótaðar reglur.

Við framkvæmd starfa sinna ber starfsmönnum að hafa í heiðri leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins nr. 1/2004 um þátttöku viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja í atvinnustarfsemi og starfsheimildir þeirra skv. 20.-22. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Meðfylgjandi eru leiðbeiningar Landsbankans og glærukynning.

Prentvæn útgáfa

Glærukynning - Aðgerðir Landsbankans

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.