Almennar fréttir / 17. nóvember 2023

36% af eignasafni Regins er BREEAM In-use vottað

Við höfum unnið ötullega að BREEAM In-Use umhverfisvottun bygginga okkar undanfarin ár. Smáralind var fyrsta bygging félagsins til að hljóta vottun árið 2019 og jafnframt fyrsta byggingin á Íslandi til að hljóta vottunina. Síðan hafa Höfðatorgsturninn í Katrínartúni 2 , Borgartún 8-16 og nú síðast Egilshöll bæst í hópinn.

Samkvæmt vottunarkröfum fer endurvottun fram á þriggja ára fresti og hefur Smáralind þegar hlotið sína endurvottun. Þá er endurvottunarferli Höfðatorgsturnsins hafið. 

36% af eignasafni Regins hefur því hlotið BREEAM In-Use umhverfisvottun, Áslandsskóli er í vottunarferli og stefnt er að vottun enn fleiri eigna.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.