Almennar fréttir / 17. nóvember 2023

36% af eignasafni Regins er BREEAM In-use vottað

Við höfum unnið ötullega að BREEAM In-Use umhverfisvottun bygginga okkar undanfarin ár. Smáralind var fyrsta bygging félagsins til að hljóta vottun árið 2019 og jafnframt fyrsta byggingin á Íslandi til að hljóta vottunina. Síðan hafa Höfðatorgsturninn í Katrínartúni 2 , Borgartún 8-16 og nú síðast Egilshöll bæst í hópinn.

Samkvæmt vottunarkröfum fer endurvottun fram á þriggja ára fresti og hefur Smáralind þegar hlotið sína endurvottun. Þá er endurvottunarferli Höfðatorgsturnsins hafið. 

36% af eignasafni Regins hefur því hlotið BREEAM In-Use umhverfisvottun, Áslandsskóli er í vottunarferli og stefnt er að vottun enn fleiri eigna.

Annað fréttnæmt

20. nóv.

HSN flytur í Sunnuhlíð um áramót

Framkvæmdir við nýja heilsugæslu í Sunnuhlíð á Akureyri ganga vel og mun Heilbrigðisstofnun Norðurlands flytja í húsnæðið upp úr áramótum. Enn eru nokkur laus rými til ráðstöfunar og áfram er sérstök áhersla lögð á að bæta við rekstraraðilum í heilsutengdri þjónustu og verslun.
17. nóv.

Landsvirkjun flytur í Höfðatorgsturninn

Mikill áhugi hefur verið meðal fyrirtækja að vera með aðsetur í Höfðatorgsturninum í Katrínartúni 2. Í maí sl. var ritað undir grænan leigusamning við Landsvirkjun fyrir um 4.500 m2 í húsinu og mun starfsemi þeirra dreifast á fimm hæðir.