Lykiltölur
2021

Lykiltölur 2021

LEIGUTEKJUR

10,4
ma.kr.

EBITDA

7,6
ma.kr.

EBITDA

73%
hlutfall af leigutekjum

Leigutekjur aukast um 13% milli ára sem rekja má til nýrra leigusamninga, kaup á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni í upphafi árs 2021 og minni áhrifa Covid-19 á leigutekjur á árinu 2021.

EBITDA hækkar um 19% á milli ára. Skýrist það af hækkun tekna og rekstrarkostnaður helst stöðugur. Niðurfærsla viðskiptakrafna lækkar einnig milli ára.

Nýtingarhlutfall hækkar einnig milli ára og var um 98% í lok árs 2021 en var 96% í árslok 2020.

LEIGUTEKJUR

13%
hækkun milli ára

EBITDA

19%
hækkun milli ára

NÝTINGARHLUTFALL

98%
 

Matsbreyting fjárfestingareigna var í takti við verðlagsþróun og var 6,9 ma.kr. á árinu 2021.

Hagnaður eftir skatta nam 6,2 ma.kr. og var raunávöxtun eiginfjár 13%. Markmið félagsins er að raunávöxtun eiginfjár sé að jafnaði yfir 10%.

 

MATSBREYTING FJÁRFESTINGAREIGNA

6,9
ma.kr.

HAGNAÐUR EFTIR SKATTA

6,2
ma.kr.

RAUNÁVÖXTUN

13%
eiginfjár

Fjárfestingareignir í eigu félagsins eru metnar á 157,8 ma.kr. og aukast um rúmar 14 ma.kr. frá árslokum 2020. Hækkunina má rekja til matsbreytingar fjárfestingareigna, fjárfestingum í núverandi eignasafni og eignakaupum.

Vaxtaberandi skuldi félagsins eru 96,1 ma.kr. og aukast um 5,6 ma.kr. frá árslokum 2020. Eigið fé félagsins er 53,0 ma.kr. og hækkar um 6,1 ma.kr. frá árslokum 2020.

FJÁRFESTINGAREIGNIR SAMSTÆÐU

157,8
ma.kr.

VAXTABERANDI SKULDIR

96,1
ma.kr.

EIGIÐ FÉ

53,0
ma.kr.

Skuldsetningarhlutfall lækkar á árinu og er 60,9%. Eiginfjárhlutfall styrkist að sama skapi og er 31,9% í árslok 2021.

 

MATSBREYTING

4,9%
fjárfestingareigna

SKULDSETNINGARHLUTFALL

60,9%
 

EIGINFJÁRHLUTFALL

31,9%
 

 

 

Þróun tekna og gjalda

Þróun tekna

Þróun kostnaðar

Rekstrarkostnaður - hlutfall af leigutekjum

Leigutakar

Leigutakar

Samsetning leigutaka Regins er einn af helstu styrkleikum félagsins. Af heildarleigutekjum Regins á árinu 2021 eru opinberir aðilar, þ.e. ríki og sveitarfélög, að baki 34% leigutekna.

Þar að auki eru bankar að baki 4% heildarleigutekna og önnur skráð félög á hlutabréfamarkaði 8% að auki. Þessi hópur viðskiptavina er því að baki tæplega helming leigutekna ársins.

Aðrir leigutakar standa einnig vel og má greina það í sögulega lágum vanskilum á leigu.