Fjárfestar Regins
2021

Stærstu hluthafar

 

Nr. Nafn Hlutir %
1 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 219.000.000 12,01
2 Lífeyrissjóður verzlunarmanna 171.750.451 9,42
3 Gildi lífeyrissjóður 142.033.488 7,79
4 Birta lífeyrissjóður 138.283.399 7,58
5 Brú lífeyrissjóður sveitarfélaga 137.329.757 7,53
6 Stefnir hf. 90.479.190 4,96
7 Stapi lífeyrissjóður 82.464.900 4,52
8 Kvika eignastýring hf. 75.159.043 4,12
9 Frjálsi lífeyrissjóðurinn 72.789.596 3,99
10 Festa - lífeyrissjóður 69.411.245 3,81
11 Brimgarðar ehf. 65.069.349 3,57
12 Sigla ehf. 61.700.759 3,38
13 Arion banki hf. 53.481.120 2,93
14 Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 50.367.779 2,76
15 Lífsverk lífeyrissjóður 38.542.521 2,11
16 Landsbréf hf. 35.732.414 1,96
17 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 28.518.526 1,56
18 FM eignir 1 ehf. 25.771.241 1,41
19 FM eignir 2 ehf 25.771.240 1,41
20 Almenni lífeyrissjóðurinn 16.981.802 0,93
  Samtals 20 stærstu hluthafar 1.600.637.820 87,75

 

Hluthafar Regins hf. voru 457 í lok árs 2021 samanborið við 500 í lok árs 2020.

Í árslok 2021 voru þrír stærstu hluthafar félagsins eftirfarandi: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er með 12,01% hlutdeild í heildarhlutafé félagsins. Lífeyrissjóður verslunarmanna er annar stærsti hluthafinn með 9,42% og Gildi - lífeyrissjóður er þriðji stærsti hluthafinn með samanlagt 7,79% af heildarhlutafé.

Þróun hlutabréfaverðs

 

Fjöldi viðskipta með bréf í félaginu var 1.485 og heildarvelta á árinu var 17,8 ma.kr. samanborið við 21 milljarð króna árið áður.

Árslokaverð á bréfum Regins í kauphöllinni var 33,2 en var 22,8 í lok árs 2020. Gengi bréfa félagsins hækkaði um 46% á árinu.

Heildarfjöldi hluta í félaginu árslok 2021 var 1.823.152.097 og markaðsvirði 60,5 ma.kr.

Skipting hluthafa eftir hlutafjáreign

Lífeyrissjóðir eru sem fyrr stærsti hluthafahópur Regins í lok árs með 66% eignarhlut og hafa aukið hlut sinn um 12 prósentustig á síðustu tveimur árum.

Eignarhlutur bankastofnana lækkar áfram og er nú um 4% en hlutur fjárfestingarsjóða eykst aftur og er nú 11%. Hlutur erlendra hluthafa minnkar einnig og er tæp 1% hlutafjár.

Á árinu 2021 greiddi félagið hvorki arð né keypti eigin bréf.