Stjórn og stjórnendur
2020

Stjórn Regins

Stjórnarformaður

Tómas Kristjánsson

Í stjórn frá apríl 2014

Fæðingarár: 1965

Menntun: MBA frá háskólanum í Edinborg 1997, Cand. Oecon. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1989, löggiltur verðbréfamiðlari 2001.

Aðalstarf: Starfar sem eiganda Siglu ehf.

 Starfsreynsla: Starfandi eigandi hjá Siglu ehf. og Klasa ehf. frá árinu 2007, framkvæmdastjóri áhættustýringar, fjárstýringar og reikningshalds hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, síðar Glitni banka frá 1998-2007, yfirmaður lánaeftirlits Iðnlánasjóðs frá 1990-1998.

Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Sigla ehf. (meðstjórnandi), Klasi ehf. (stjórnarformaður), Gani ehf. (stjórnarmaður), Borgarhöfði ehf. I, II og III (stjórnarformaður), Heljarkambur ehf. (stjórnarformaður), NV lóðir ehf. (stjórnarformaður), Grunnur I hf. (stjórnarformaður), Smárabyggð ehf. (stjórnarformaður), Húsafell Resort ehf. (meðstjórnandi), Húsafell hraunlóðir ehf. (meðstjórnandi), Hótel Húsafell ehf. og Húsafell Giljaböð ehf. (meðstjórnandi).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Sigla ehf., sem Tómas á að fullu, á 61.700.759 hluti í félaginu eða 3,38%.

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Tómas er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess.

Tómas er stjórnarformaður hjá Smárabyggð ehf. en það félag kemur að uppbyggingu íbúðabyggðar sunnan Smáralindar. Einnig leigir Klasi ehf. skrifstofuhúsnæði af dótturfélagi Regins hf. á Suðurlandsbraut 4 en Tómas er stjórnarformaður hjá Klasa.

 

 

Varaformaður

Albert Þór Jónsson

Í stjórn frá apríl 2015.

Fæðingarár: 1962.

Menntun: Viðskiptafræðingur, Cand. Oecon frá Háskóla Íslands 1986 og með MCF - meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík 2014. Með próf í verðbréfaviðskiptum og löggildingu í fasteignaviðskiptum.

Aðalstarf: Sjálfstætt starfandi.

  
Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri hjá FL Group frá 2005-2007, forstöðumaður eignastýringar LSR (Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins) frá 2001-2005, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Fjárvangs hf. frá 1998-2001, forstöðumaður hjá Landsbréfum í fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun frá 1990-1998 og fjármálaráðgjafi hjá Glitni – kaupleigu frá 1986-1990.

Önnur stjórnarseta: Gneis ehf. (stjórnarmaður) og Kvika banki hf. (varamaður).

Hlutafjáreign í Reginn hf.:  Albert á 153.365 hluti í félaginu.

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Albert er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess.
 

 

 

Meðstjórnandi

Bryndís Hrafnkelsdóttir

Í stjórn Regins frá apríl 2014

Fæðingarár: 1964

Menntun: M.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 2015. Viðskiptafræðingur Cand. Oecon 1989 

Aðalstarf:  Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands frá 2010.

 
Starfsreynsla: Landfestar fjármálastjóri frá 2008-2010, Kaupþing banki hf. sérfræðingur á fjármálasviði samstæðu frá 2007-2008, Debenhams á Íslandi, framkvæmdastjóri 2000-2006, Hagkaup fjármálastjóri frá 1996-2000, Hof eignarhaldsfélag aðalbókari frá 1994-1996 og KPMG endurskoðun og bókhald frá 1990-1993.

Önnur stjórnarseta: Formaður skólanefndar Verzlunarskóla Íslands frá 2006, O1 ehf. (stjórnarformaður) frá 2011, TM frá 2011 (varamaður), Lykill fjármögnun ehf. (varamaður), Pfaff hf. 2007-2012 (meðstjórnandi).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: 18.509 hlutir

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Bryndís er óháð félaginu og daglegum stjórnendum þess.

 

 

Meðstjórnandi

Guðrún Tinna Ólafsdóttir

Í stjórn frá mars 2018

Fæðingarár: 1975

Menntun: M.Sc. í fjármálum frá Háskóla Íslands 2011. Prisma diplómanám frá Listaháskóla Íslands og Háskólanum á Bifröst 2009. B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1998.

Aðalstarf: Framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar ehf.
 
Sarfsreynsla: Rekstrarstjóri verslunarsviðs Fríhafnarinnar ehf. (2018-2020), Framkvæmdastjóri Igló ehf. frá 2011-2016, verkefnastjóri Baugur Group á sviði smásölu, fasteigna og trygginga frá 2002-2009, Senior Account Manager Kaupthing Bank Luxembourg SA frá 2000-2002, Sjóðstjóri skuldabréfa- og lífeyrissjóða og eignastýring fyrir fagfjárfesta hjá Verðbréfasjóði Íslandsbanka VÍB 1997-2000.
 
Önnur stjórnarseta: Svanni – lánatryggingasjóður kvenna (stjórnarformaður), og Brunnur vaxtarsjóður slhf. (varamaður).
 
Hlutafjáreign í Reginn hf.: Engin
 
Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Guðrún er óháð félaginu og daglegum stjórnendum þess.

 

 

Meðstjórnandi

Heiðrún Emilía Jónsdóttir

Í stjórn frá mars 2019

Fæðingarár: 1969

Menntun: Cand.jur. frá Háskóla Íslands og réttindi til málflutnings í héraðsdómi 1996. Starfsmannastjórnun frá Háskólanum á Akureyri 1999, löggildingu í verðbréfamiðlun 2006 og AMP frá IESE Business School 2017.

Aðalstarf: Sjálfstætt starfandi lögmaður. Varaformaður stjórnar Íslandsbanka og stjórnarmaður í Royal Arctic Line.

 Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Eimskips (2006-2012), framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Lex lögmannsstofu og síðar B-meðeigandi (2003-2005), upplýsingafulltrúi Símans (2001-2003), framkvæmdastjóri starfsþróunarsviðs / lögfræðingur KEA (1998-2001) og lögmaður hjá Lögmannsstofu Akureyrar (/1995-1998).

Önnur stjórnarseta: Íslandsbanki hf. (varaformaður stjórnar og formaður stjórnarhátta- og mannauðsnefndar), Royal Arctic Line (stjórnarmaður og nefndarmaður í endurskoðunarnefnd) og Múli lögmannsstofa (stjórnarmaður).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Engin.

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Heiðrún er óháð félaginu og daglegum stjórnendum þess.

Forstjóri

Helgi S. Gunnarsson

Helgi hefur verið forstjóri félagsins frá því það hóf starfsemi á vormánuðum 2009.

Fæðingarár: 1960

Menntun: M.Sc. í verkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet, 1993. Byggingatæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík, 1986. Hefur lokið prófum sem húsasmiður og húsasmíðameistari.

Starfsreynsla sl. ár: Framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Portusar ehf. og dótturfélaga frá 2006-2009. Framkvæmdastjóri Nýsis Fasteigna ehf. og dótturfélaga þess á árunum 2005-2006. Sviðsstjóri framkvæmdasviðs VSÓ ráðgjafar ehf. og einn af eigendum þess 1989-2004.

Núverandi stjórnarseta: Helgi er stjórnarformaður allra dótturfélaga Regins hf. sem eru í fullri eigu félagsins auk þess að vera stjórnarmaður í B38 ehf.

Hlutafjáreign: Helgi á 1.566.787 hluti í félaginu í gegnum félagið B38 ehf.

 

 

Stjórnendur félagsins

Baldur Már Helgason

Baldur er framkvæmdastjóri Verslunar og þjónustu og staðgengill forstjóra. Baldur hóf störf í ársbyrjun 2019 en var áður framkvæmdastjóri Eyju fjárfestingafélags.

Baldur starfaði áður í fjármálageiranum í um 17 ára skeið, síðast sem fjárfestingastjóri á framtakssjóðasviði Auðar Capital en þar áður sem fjárfestinga- og lánastjóri hjá Íslandsbanka á árunum 2000-2009, þar af í þrjú ár á skrifstofum bankans í Kaupmannahöfn og New York.

Baldur er véla- og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

 

 

Björn Eyþór Benediktsson

Eyþór stýrir einingunni Upplýsingar og greining. Hann hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2014 við greiningar, upplýsingavinnslu og þátttöku í viðskiptaþróun.

Eyþór er meðstjórnandi í Rekstrarfélagi Egilshallar ehf.

Áður starfaði Eyþór á framkvæmdasviði Vegagerðarinnar sem verkfræðingur B.Sc.

Eyþór er fjármálahagfræðingur M.Sc. frá Háskóla Íslands, 2012 og B.Sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði, 2011. Eyþór stundar nám í Reikningshaldi og endurskoðun við Háskólann í Reykjavík. Eyþór lauk einnig sveinsprófi í húsasmíði 2006.

 

 

 

Dagbjört Erla Einarsdóttir

Dagbjört er yfirlögfræðingur félagsins og hóf störf í apríl 2016.

Dagbjört er meðstjórnandi í Reykjum fasteignafélagi ehf., FM-hús ehf., Hafnarslóð ehf., Hörðuvöllum ehf., Sóltún fasteign ehf. og Reginn skrifstofusetur ehf. Dagbjört er auk þess varamaður í stjórn HTO ehf., Eignarhaldsfélagsins Smáralind ehf., Smáralind ehf., RA 18 ehf. og 220 Miðbæ ehf. þar sem að Reginn hf. er meðeigandi.

Áður starfaði Dagbjört í 6 ár hjá lögmannsstofunni Juris slf. og 3 ár á einkabanka- og lögfræðisviðum Landsbankans hf.

Dagbjört lauk meistaraprófi (mag.jur) frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2007 og námi til öflunar réttinda til héraðsdómslögmanns sama ár.

 

 

 

Guðlaug Hauksdóttir

Guðlaug er yfirmaður reikningshalds og hefur starfað á fjármálasviði félagsins frá árinu 2010.

Áður starfaði Guðlaug í 9 ár hjá Viðskiptablaðinu, síðast sem fjármálastjóri.

Guðlaug er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, 2002.

 

 

 

 

 

Jóhann Sigurjónsson

Jóhann hefur verið fjármálastjóri félagsins frá árinu 2012.

Áður hefur Jóhann starfað sem fjármálastjóri Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf., HB Granda hf. og Pharmaco hf. Jóhann var einnig bæjarstjóri Mosfellsbæjar í 8 ár.

Jóhann er viðskiptafræðingur Cand.oecon frá Háskóla Íslands 1984.

 

 

 

Páll V. Bjarnason

 Páll er framkvæmdastjóri Atvinnuhúsnæði og almennur markaður ásamt því að stýra útleigu og samhæfingu útleigumála hjá félaginu.

Páll hefur starfað sem framkvæmdastjóri dótturfélaga Regins frá 2016 og var áður sviðsstjóri Fasteignaumsýslu félagsins.

Páll er meðstjórnandi í Reginn skrifstofusetri ehf. sem er dótturfélag Regins hf.Páll er auk þess varamaður í eftirtöldum dótturfélögum Regins hf.: Reginn Atvinnuhúsnæði ehf., Kvikmyndahöllin ehf., Knatthöllin ehf., RA 5 ehf., FM-hús ehf., Hafnarslóð ehf., Hörðuvellir ehf. og Reykir fasteignafélag ehf.

Páll er byggingaverkfræðingur M.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík 2011 og byggingatæknifræðingur frá sama skóla 2009. Páll er einnig menntaður húsasmiður og hefur lokið bæði sveins- og meistaraprófi.

 

 

Rúnar Hermannsson Bridde

Rúnar er stjórnandi útleigumála og framkvæmdastjóri Regins skrifstofuseturs.

Rúnar hefur starfað í útleiguteymi Regins frá árinu 2019 en starfaði áður hjá félaginu frá 2014-2017.

Áður starfaði Rúnar sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá 66°Norður og sölu og markaðsstjóri hjá Ingvari Helgasyni BL.

Rúnar er viðskiptafræðingur frá Tækniháskóla Íslands, 2004 og iðnrekstrarfræðingur frá sama skóla 2003.

 

 

Sunna Hrönn Sigmarsdóttir

Sunna er framkvæmdastjóri Samstarfs- og leiguverkefna ásamt því að stýra rekstri fasteigna hjá félaginu. Sunna hóf störf hjá félaginu á árinu 2017.

Sunna er stjórnarformaður Rekstrarfélags Egilshallar.

Sunna starfaði áður sem framkvæmdastjóri fasteignasviðs Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss frá 2011. Auk þessa sat Sunna í framkvæmdaráði Hörpu og stjórn Rekstrarfélagsins Stæði slhf.

Sunna er iðnaðartæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.

 

 

Tinna Jóhannsdóttir

Tinna starfar sem forstöðumaður markaðsmála og stýrir markaðsstarfi Smáralindar og Regins. Tinna hóf störf hjá félaginu á árinu 2017.

Tinna situr í stjórn Miðborgin okkar og Markaðsstofu Kópavogs.

Áður starfaði Tinna sem markaðsstjóri hjá Brimborg, markaðsstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, framkvæmdastjóri Fífu barnavöruverslunar auk þess að hafa stýrt öðrum smásöluverslunum um árabil.

Tinna er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, viðskiptafræðingur með áherslu á markaðssamskipti frá Háskólanum á Bifröst og diploma í mannauðsstjórnun frá EHÍ.