Fjárfestar Regins
2020

Stærstu hluthafar

 

Nr.  Nafn Hlutir %
1 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 228.640.209 12,54
2 Lífeyrissjóður verslunarmanna 189.257.618 10,38
3 Gildi - lífeyrissjóður 164.317.823 9,01
4 Birta lífeyrissjóður 120.244.730 6,60
5 Stapi lífeyrissjóður 89.089.900 4,89
6 Frjálsi lífeyrissjóðurinn 75.549.596 4,14
7 Kvika banki hf.  73.842.329 4,05
8 Arion banki hf. 65.939.360 3,62
9 Sigla ehf. 61.700.759 3,38
10 Snæból ehf. 51.417.299 2,82
11 Brú lífeyrissjóður starfs sveit 51.236.866 2,81
12 Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 50.257.779 2,76
13 Festa - lífeyrissjóður 47.061.245 2,58
14 Lífsverk lífeyrissjóður 45.236.536 2,48
15 Eaton Vance Management 43.623.358 2,39
16 Landsbréf hf. 40.010.773 2,19
17 Sjóvá - Almennar tryggingar hf. 38.338.151 2,10
18 Íslandssjóðir 36.305.792 1,99
19 Stefnir hf.  35.590.042 1,95
20 Landsbankinn hf. 26.759.375 1,47
  Samtals 20 stærstu hluthafar  1.534.419.540 84,16

 

Hluthafar Regins hf. voru 500 í lok árs 2020 samanborið við 434 í lok árs 2019.

Í árslok 2020 voru þrír stærstu hluthafar félagsins eftirfarandi: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er með 12,54% hlutdeild í heildarhlutafé félagsins. Lífeyrissjóður verslunarmanna er annar stærsti hluthafinn með 10,38% og Gildi - lífeyrissjóður er þriðji stærsti hluthafinn með samanlagt 9,01% af heildarhlutafé.

Þróun hlutabréfaverðs

Fjöldi viðskipta með bréf í félaginu var yfir 1.800 og heildarvelta á árinu sambærileg og árið á undan eða 21 milljarður króna.

Árslokaverð á bréfum Regins í kauphöllinni var 22,8 en var 22,11 í lok árs 2019. Gengi bréfa félagsins hækkaði um 3,11% á árinu.

Heildarfjöldi hluta í félaginu árslok 2020 var 1.823.152.097 og markaðsvirði 41,6 ma.kr.

Skipting hluthafa eftir hlutafjáreign

Lífeyrissjóðir eru sem fyrr stærsti hluthafahópur Regins í lok árs með 64% eignarhlut og auka hlut sinn um 10 prósentustig frá árslokum 2019. Eignarhlutur bankastofnana lækkar um 2 prósentustig milli ára á og hlutur fjárfestingarsjóða minnkar um 5 prósentustig á milli ára. Hlutfall erlendra hluthafa minnkar einnig um 1 prósentustig á milli ára.

Þann 7. janúar 2020 var tilkynnt um aðra endurkaupaáætlun félagsins en henni lauk þann 27. janúar 2020. Keyptir voru samtals 21.162.034 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nam 1,16% af útgefnum hlutum í félaginu og nam heildarkaupverð þeirra 499.999.986 kr. í lok janúar 2020 átti félagið samtals 43.091.859 eigin hluti eða 2,36% af heildarhlutafé félagsins sem er 1.826.243.956. í byrjun apríl 2020 tilkynnti félagið að í samræmi við ákvörðun aðalfundar félagsins þann 11. mars 2020 hefði hlutafé verið lækkað um 43.091.859 krónur að nafnverði með ógildingu eigin hluta í samræmi við VII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995.

Á aðalfundi félagsins þann 11. mars 2020 var samþykkt tillaga um að greiddur yrði arður til hluthafa vegna rekstarársins 2019 að fjárhæð 535 millj. kr. og skyldi arðgreiðsludagur vera 27. þess sama mánaðar. Aðeins nokkrum dögum eftir aðalfund varð ljóst að COVID-19 myndi að öllum líkindum setja mark sitt á efnahagslíf ársins 2020, þó líklegt umfang áhrifanna væri á þeim tíma óljóst. Með hliðsjón af því sem fram kom í arðgreiðslustefnu Regins hf. um að arðgreiðslur skuli taka mið af áhættu í umhverfinu, ákvað stjórn félagsins að fresta arðgreiðsludegi frá því sem áður hafði verið ákveðið, sbr. tilkynningu félagsins 23. mars 2020. Eftir yfirferð af hálfu stjórnenda félagsins á greiðslu arðs var ljóst að ekki væri hægt að hætta við þá arðgreiðslu sem ákveðin var á aðalfundi félagsins þann 11. mars 2020 né að greiða arðinn með hlutum í félaginu.

Þann 9. september 2020 á hluthafafundi hjá félaginu var samþykkt tillaga um heimild til handa stjórn til hækkunar hlutafjár að 40.000.000 kr. að nafnverði með áskrift nýrra hluta. Framangreind heimild til var ætlað að auka hlutafé félagsins til þess að lágmarka áhrif arðgreiðslunnar á eiginfjár- og lausafjárstöðu félagsins. Arður var í kjölfarið greiddur í fyrsta sinn úr félaginu þann 11. september 2020.

Í lok september lauk forgangsréttarútboði á 40.000.000 nýjum hlutum á genginu 15,0 á hvern hlut. Eftirspurn eftir hlutum í félaginu var um fjórföld. Eftir útgáfu nýrra hluta var heildarhlutafé 1.823.152.097.