Almennar fréttir / 15. desember 2016

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tekur Hlíðasmára 1 í notkun

 

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu opnaði nú í nóvember afgreiðslu sína í Hlíðarsmára 1 í Kópavogi. 14. desember tók Sýslumaður svo að fullu við húsnæðinu sem er glæsilegt 3.000 fermetra þjónustu og skrifstofuhúsnæði á fimm hæðum. Á næstu vikum mun Sýslumaður flytja alla sína starfsemi í húsnæðið og sameina þar starfsemi sem áður var staðsett í Skógarhlíð í Reykjavík, Dalvegi í Kópavogi og Bæjarhrauni í Hafnarfirði.

 

Mynd: Þórólfur Halldórsson Sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu og Páll V. Bjarnason framkvæmdastjóri Reginn Atvinnuhúsnæði ehf.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.