Almennar fréttir / 7. janúar 2017

Samningur um Alhliða íþróttahúsi við Egilshöll

ALHLIÐA ÍÞRÓTTAHÚS

Undirritaður hefur verið leigusamningur milli dótturfélags Regins, Knatthallarinnar ehf. og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu og leigu á Alhliða íþróttahúsi við Egilshöll. Húsið verður um 3.000 m2 og staðsett við suðurhlið Fimleikahúss sem tekið var í notkun 2015. Framkvæmdir við nýju bygginguna munu standa yfir allt árið 2017 og mun Reykjavíkurborg fá húsið afhent í byrjun 2018.

EGILSHÖLL MIÐSTÖÐ HEILSU OG AFÞREYINGAR

Egilshöll er eitt af flaggskipum Regins og er verkefni sem hefur tekist gríðarlega vel. Starfsemin í húsinu blómstrar og er aðsókn að húsinu að slá öll met. Mikið hefur verið lagt upp úr réttri samsetningu leigutaka sem miðar að því að byggja upp öfluga miðstöð á sviði íþrótta, afþreyingar, skemmtunar, heilsu- og heilbrigðisstarfsemi.

MÖRG ÓNÝTT TÆKIFÆRI

Það er enn pláss fyrir nýja og spennandi starfsemi í Egilshöll. Hafin er vinna við að útfæra aukin útleigusvæði innan og utan Egilshallar. Sem dæmi um ný verkefni er samstarf við stærsta Íþróttafélag landsins, Fjölnir, til að skapa aukinn tækifæri á útleigu aðstöðu til íþrótta og afþreyingar.

STARFSEMI leigutaka s.s. Keiluhallarinnar, World Class og  Sambíóanna gengur mjög vel. Það er einnig blómlegur rekstur hjá sólbaðstofunni Sælan og hárgreiðslustofunni Manhattan.

Egilshöll - yfirlit

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.