Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Samkomulag við Akraneskaupstað

Í dag var undirritað samkomulag milli Akraneskaupstaðar og Reginn Í1 ehf um samstarf vegna byggingar íbúðarhúss að Sólmundarhöfða 7 á Akranesi og er ætlað er fyrir 60 ára og eldri. Sólmundarhöfði 7 stendur sunnan megin við dvalarheimilið Höfða í nálægð við sjóinn, Langasand, skógræktarsvæði bæjarins og stórbrotna íslenska náttúru.

Samstarfið felst í því að Reginn Í1 ehf mun ljúka byggingu íbúðarhússins að Sólmundarhöfða 7 á Akranesi, lækka húsið úr 8 hæðum í 6 með 25-34 íbúðum og ljúka byggingu hússins fyrir lok ársins 2012. Akraneskaupstaður mun leigja allt að 7 íbúðir í allt að 7 ár, endurgreiða gatnagerðargjöld sem nemur lækkun hússins og vinna í því að dvalarheimilið Höfði veiti íbúum Sólmundarhöfða 7 aðgang að þeirri þjónustu sem heimilið býður upp á.

Samkomulag við AkraneskaupstaðJón Múli Jónasson bæjarstjóri (t.v.) og Helgi S. Gunnarsson framkvæmdastjóri Regins (t.h.) handsala samkomulagið. Í baksýn er Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar.


Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.