Almennar fréttir / 30. desember 2015

Reginn undirritar kaupsamning um kaup á fasteignasöfnum Ósvarar ehf. og CFV 1 ehf.

Í tilkynningu Regins hf. þann 12. nóvember síðastliðinn kom fram að undirritað hefði verið samkomulag um kaup á fasteignasöfnum Ósvarar ehf. og CFV 1 ehf.

Í dag var undirritaður kaupsamningur milli Regins hf. og félaganna Ósvarar ehf. og CFV 1 ehf. á grunni ofangreinds samkomulags. Með kaupsamningi þessum kaupir Reginn hf. allt hlutafé í framangreindum félögum. Félögin tvö eru eigendur þeirra fasteignasafna sem samkomulag frá 12. nóvember sl. náði til. Undirritun kaupsamnings er gerð í kjölfar áreiðanleikakönnunar, sem nú er lokið.

Kaupverð, eðli og umfang viðskiptanna sem og metin áhrif á Reginn hf. er í samræmi við fyrri tilkynningu Regins hf. um kaupin. Tilkynningu Regins hf. frá 12. nóvember sl. má finna á heimasíðu félagsins www.reginn.is/fjarfestar.

Vakin er athygli á að kaupsamningurinn er enn háður fyrirvara um að hluthafar Regins hf. samþykki hlutafjáraukningu á hluthafafundi og að hluthafar falli frá forgangsrétti til áskriftar að hinu nýja hlutafé. Hluthafafundur verður boðaður á nýju ári og er stefnt að því að hann verði haldinn í mars.  Þá er fyrirvari um samþykki Samkeppniseftirlitsins og að nýtt hlutafé verði skráð í Kauphöll.

Áætlað er að afhending félaganna fari fram á öðrum ársfjórðungi 2016.


Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.