Almennar fréttir / 2. febrúar 2016

Reginn gerir samning við Þjóðminjasafnið

Föstudaginn 22. janúar sl. fór fram undirritun samnings um varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafns Íslands sem markar mikilvæg þáttaskil í þjóðminjavörslu á Íslandi. Viðstaddir voru fulltrúar Þjóðminjasafns Íslands og Regins fasteignafélags auk forsætisráðherra.

Í setrinu verða kjöraðstæður til varðveislu þjóðminja og vel búin starfsaðstaða til rannsókna, forvörslu, sýningaundirbúnings og kennslu á fagsviði Þjóðminjasafnsins sem er höfuðsafn á sviði menningarminja.

Húsnæðið, sem er að Tjarnarvöllum í Hafnarfirði, er 4.270  m² að stærð og fyrirhugað er að Þjóðminjasafnið taki það í notkun um mitt ár 2016. Hönnuður húsnæðis er ArkÞing.

Í húsinu verða öryggisgeymslur fyrir stóran hluta safnkosts Þjóðminjasafns og starfsaðstaða fyrir starfsmenn, sérfræðinga, fræðimenn og nemendur. Fullkomin hita- og rakastýring verður í öryggisgeymslum svo tryggja megi varðveislu viðkvæms safnkosts. Í húsnæðinu verða einnig rannsóknarstofur, forvörsluverkstæði, aðstaða til sérhæfðrar varðveislu og rannsókna jarðfundinna gripa og aðstaða til undirbúnings sýninga. Hluti safnkostsins verður áfram varðveittur í húsnæði safnsins í Kópavogi, þar sem Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni verður áfram til húsa.

Einnig verður í varðveislu- og rannsóknasetrinu aðstaða til kennslu en Þjóðminjasafn Íslands er háskólastofnun sem felur í sér mikilvægt hlutverk gagnvart rannsóknaraðilum og námsmönnum.


Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.