Almennar fréttir / 2. október 2015

Reginn á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga

Helgi S. Gunnarsson forstjóri félagsins var með kynningu á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga 1. október sl.

Í erindi  hans var farið yfir skiptingu fasteignasafns Regins sem telur í dag 125 eignir eftir kaup félagsins á Fastengi í byrjun maí 2015.

Helgi fór yfir helstu kosti við að fjárfesta í fleiri fasteignum á markaði og þannig stækka félagið.  Mat félagsins er að það felur í sér lægri stjórnunar- og rekstrarkostnað, hagstæðari fjármögnun og meiri styrk í markaðssetningu og útleigu. Að mati Helga hefði ný eignasamsetning góð áhrif á félagið kæmu til sveiflur á markaði.

Endurnýjun samninga hefur verið með besta móti það sem af er ári. Alls hafa verið gerðir u.þ.b. 50 samningar sem fela annaðhvort í endurnýjun eða nýja samninga innan samstæðu Regins og þar af 12 í eignum keyptum af Íslandsbanka. Um 57% af nýjum samningum hafa verið gerðir við fyrirtæki sem eiga sér meira en 40 ára rekstrarsögu.

Einnig voru rædd tækifæri á fasteignamarkaðnum.  

Kynning Regins á fundi Félags viðskipta og hagfræðinga - 1. október 2015

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.