Almennar fréttir / 18. júní 2015

Nýtt gervigras í Egilshöll

Undirritaður hefur verið samningur um lagningu og endurnýjun á gerivgrasi á innanhúss  knattspyrnuvöll í Egilshöll.  Að undangenginni verðkönnun og  mati á gæðum boðinna  lausna, var ákveðið að ganga til samninga við fyrirtækið Polytan Gmbh.  Félagið, sem er þýskt, sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á hágæða gervigrasi og gerviefni á hlaupabrautir ásamt því að vera leiðandi í ýmsum lausnum sem snúa að íþrótta- og tómstundaaðstöðu. Íslendingar hafa margra ára reynslu af vörum og lausnum frá Polytan en hérlendis eru fjöldi íþróttavalla með gervigras frá þeim framleiðanda. VSÓ ráðgjöf var ráðgjafi Regins í verkefninu og stýrði undirbúningi og samningum vegna verksins.

Á meðfylgjandi mynd eru frá hægri Asvald Simonsen umboðsaðili Polytan í Danmörku og Noregi, Katrín Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Egilshallar og Þorbergur Karlsson verkfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf.


Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.