Almennar fréttir / 29. júní 2020

Nýr þjónustuvefur Regins

Reginn hefur opnað sérstakan þjónustuvef, mínar síður, þar sem viðskiptavinir geta nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar með rafrænum hætti og sparað sér sporin.


Með einföldum og öruggum hætti er meðal annars hægt að nálgast:

  • Afrit af reikningum og hreyfingayfirlit
  • Leigutakahandbækur og tengiliðaupplýsingar
  • Ýmsa tölfræði eins og gestatölur fyrir leigutaka Smáralindar

Stjórnendur fyrirtækja í viðskiptum við Reginn og dótturfélaga geta sótt um aðgang að þjónustuvefnum með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á vefslóðinni https://thjonusta.reginn.is/ 

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.