Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Landsbankinn fjármagnar skemmtigarð í Smáralind

Landsbankinn tekur þátt í að fjármagna nýjan skemmtigarð sem verður opnaður í verslunarmiðstöðinni Smáralind í næsta mánuði. Skemmtigarðurinn verður þar sem Vetrargarðurinn var áður, í austurenda Smáralindar.

Framkvæmdir hófust í sumar og er áætlaður kostnaður við framkvæmdina um 600 milljónir króna. Skemmtigarðurinn verður á tveimur hæðum á um 2000 fermetra svæði. Hann mun opna í nóvember og er gert ráð fyrir því að starfsmenn verði um 60, samkvæmt fréttatilkynningu.

Eyþór Guðjónsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir munu sjá um rekstur Skemmtigarðsins en að fyrirtækinu standa fjórar fjölskyldur.

Skrifað undir fjármögnun á 600 milljón króna skemmtigarði í Smáralind.

Skrifað undir fjármögnun á 600 milljón króna skemmtigarði í Smáralind. Á myndinni eru þau Ingibjörg Guðmundsdóttir, Eyþór Guðjónsson f.h. Skemmtigarðsins í Smáralind og Kristján Guðmundsson og Gerald Häsler f.h. Landsbankans.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.