Almennar fréttir / 10. mars 2017

Frambjóðendur til stjórnar Regins hf. 2017

Í framboði til stjórnar Regins hf. á aðalfundi félagsins 15. mars 2017 eru:

Til aðalstjórnar bjóða sig fram:

Albert Þór Jónsson

Fæðingarár: 1962.

Menntun: Viðskiptafræðingur, Cand. Oecon frá Háskóla Íslands 1986 og með MCF - meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík 2014. Með próf í verðbréfaviðskiptum og löggildingu í fasteignaviðskiptum.

Aðalstarf: Sjálfstætt starfandi.

Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri hjá FL Group frá 2005-2007, forstöðumaður eignastýringar LSR (Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins) 2001-2005, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Fjárvangs hf. 1998-2001, forstöðumaður hjá Landsbréfum í fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun 1990-1998 og fjármálaráðgjafi hjá Glitni – kaupleigu 1986-1990.

Stjórnarmaður í Reginn frá apríl 2015. Önnur stjórnarseta: Gneis ehf. (stjórnarmaður).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Albert á 10.000 hluti í félaginu eða 0,0006429%.

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu.

 

Benedikt K. Kristjánsson

Fæðingarár: 1952.

Menntun: Meistarapróf í kjötiðn og námskeið í verkefna- og rekstrarstjórnun hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Er í námi hjá Rannsóknarstofnun  Háskóla Íslands í viðurkenndum stjórnarháttum sem lýkur í mars.

Aðalstarf:  Sölu og þjónustufulltrúi hjá Innnes ferskvöru ehf.

Starfsreynsla: Forstöðumaður gæða- og þróunarsviðs Samkaupa hf. og þar áður sem innkaupa- og rekstrarstjóri. Á árunum 1987 – 1999 starfaði Benedikt sem sjálfstætt starfandi kaupmaður.

Stjórnarmaður í Reginn frá desember 2012. Stjórnarformaður frá apríl 2014. Önnur stjórnarseta:  Í aðalstjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, Endurvinnslan hf. (varamaður). Formaður Kaupmannasamtaka íslands.

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Engin

Hagsmunatengsl: Er  í aðalstjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna sem er eigandi að 12.88% hlut í Reginn hf. 

 

Bryndís Hrafnkelsdóttir

Fæðingarár: 1964.

Menntun: Viðskiptafræðingur Cand. Oecon 1989 og. og M.S. gráða í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 2015.   

Aðalstarf:  Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands frá 2010.

Starfsreynsla: Landfestar fjármálastjóri frá 2008-2010, Kaupþing banki hf. sérfræðingur á fjármálasviði samstæðu frá 2007-2008, Debenhams á Íslandi, framkvæmdastjóri 2000-2006, Hagkaup fjármálastjóri frá 1996-2000, Hof eignarhaldsfélag aðalbókari frá 1994-1996 og KPMG endurskoðun og bókhald frá 1990-1993.

Í stjórn Regins frá apríl 2014. Önnur stjórnarseta og trúnaðarstörf:  Formaður skólanefndar Verslunarskóla Íslands frá 2006, Ofanleiti 1 ehf. (stjórnarformaður) frá 2011, TM frá 2011 (varastjórn), Gjörð fjárfestingafélag (meðstjórnandi) frá 2015, Pfaff hf. 2007-2012 (meðstjórnandi).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Engin

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu.

 

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir

Fæðingarár: 1977

Menntun: MBA frá Copenhagen Business School, Héraðsdómslögmaður og Cand. Jur frá Háskóla Íslands.

Aðalstarf: Framkvæmdastjóri smásölusviðs Olís hf.

Starfsreynsla: Forstöðumaður fyrir fjárfestingabankasvið Arionbanka (2011-2014), Framkvæmdastjóri Skilanefndar og Slitastjórnar Sparisjóðabankans (2009-2011), Senior Vice President, Straumur Fjárfestingabanki (2008-2009). Framkvæmdastjóri, Atlas Ejendommea/s í Kaupmannahöfn (2004-2008).

Í stjórn Regins frá apríl 2014. Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta:  Ígló og Indí ehf. (meðstjórnandi). 

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Engin

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu.

 

Tómas Kristjánsson

Fæðingarár: 1965.

Menntun: MBA frá háskólanum í Edinborg 1997, Cand. Oecon. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1989, löggiltur verðbréfamiðlari 2001.

Aðalstarf: Starfar sem annar eigandi Siglu ehf.

Starfsreynsla: Starfandi annar eigandi hjá Siglu ehf. og Klasa ehf. frá árinu 2007, 1998-2007 framkvæmdastjóri áhættustýringar, fjárstýringar og reikningshalds hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, síðar Glitni banka, 1990-1998 yfirmaður lánaeftirlits Iðnlánasjóðs.

Í stjórn Regins frá apríl 2014. Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Sigla ehf. (meðstjórnandi), Klasi ehf. (stjórnarformaður), Klasi fjárfesting ehf. (stjórnarformaður), Gani ehf. (stjórnarformaður), Elliðarárvogur ehf. (stjórnarformaður), Heljarkambur ehf. (stjórnarformaður), Nesvellir ehf. (meðstjórnandi), NV lóðir ehf. (meðstjórnandi), NVL ehf. (meðstjórnandi), Draupnir-Sigla ehf. (meðstjórnandi), Sjóvá almennar tryggingar hf. (meðstjórnandi), SF1 slhf. (meðstjórnandi) og Grunnur I hf. (meðstjórnandi), Smárabyggð ehf. (stjórnarformaður), Húsafell Resort ehf. (meðstjórnandi) og Traðarhyrna ehf. (stjórnarformaður).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Sigla ehf., sem Tómas á helmingshlut í, á 100.000.000 hluti í félaginu eða 6,43%.

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu.

 

Til varastjórnar bjóða sig fram:

Finnur Reyr Stefánsson

Fæðingarár: 1969.

Menntun: BS í hagfræði 1992 frá Háskóla Íslands og MBA í fjármálum frá Virginia Tech 1994. Löggiltur verðbréfamiðlari 2001.

Aðalstarf: Starfar sem annar eigandi Siglu ehf. frá vori 2007

Starfsreynsla:  Framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs Glitnis 2006- vor 2007. Framkvæmdastjóri Markaðsviðskipta Íslandsbanka – FBA (Glitnis banka) 2000-2006. Sérfræðingur í áhættustýringu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins 1998-1999. Sjóðsstjóri verðbréfasjóða og hlutabréfasjóða Landsbréfa 1994-1997. Varamaður í stjórn Regins hf. frá 2014. 

Varamaður í stjórn Regins hf. frá 2014. Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Kvika banki hf. og ýmis dóttur- og hlutdeildarfélög Siglu og Klasa.

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Sigla ehf., sem Finnur á helmingshlut í, á 100.000.000 hluti í félaginu eða 6,43%.

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu.

 

Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir

Fæðingarár: 1969.

Menntun: M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands 2016 og B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands 1999.

Aðalstarf: Sjálfstætt starfandi.

Starfsreynsla:  Framkvæmdastjóri endurskipulagningar eigna hjá Landsbankanum 2010-2012 og framkvæmdastjóri Bíla- og tækjafjármögnunar hjá Landsbankanum 2011-2012. Ráðgjafi fjármálaráðherra frá 2009-2010. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka og Seðlabankanum frá 1999.

Varamaður í stjórn Regins hf. frá apríl 2013 og formaður endurskoðunarnefndar frá desember 2013. Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Fjármálaráð.

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Engin.

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.