Almennar fréttir / 10. júlí 2015

Endurnýting á gervigrasi í Egilshöll

Á næstunni verður gervigrasið í Egilshöll endurnýjað.
Núverandi gervigras verður fjarlægt og nýtt lagt í staðinn.
Eigandi Egilshallar, Reginn fasteignafélag, hefur áhuga á
því að núverandi gervigras verði endurnýtt.

Þeir sem áhuga hafa á að endurnýta gervigrasið geta
sent tölvupóst á netfangið reginn@reginn.is,
fyrir kl. 17.00 miðvikudaginn 5. ágúst 2015
,
merkt GERVIGRAS, með eftirfarandi upplýsingum:
     ·    Nafn, heimilsfang, sími og netfang
     ·    Fjölda fermetra af gervigrasi sem óskað er eftir
         og fyrirhugaða notkun
     ·    Tilboðsverð í gervigrasið. Lágmarksverð miðast
         við að efnið verði fjarlægt af geymslusvæði seljanda
         að kostnaðarlausu.

Gervigrasið verður til afhendingar á geymslusvæði við
Egilshöll. Grasið er af gerðinni Polytan með 40 mm háum
(monofiber) stráum og verður afhent án innfylliefna, sandi
og gúmmíkurli. Gervigrasið verður afhent á rúllum með
6 - 8 m breidd. Mögulegt er þó að fá gúmmíkurlið (svokallað
SBR gúmmí) með. Heildarstærð gervigrass er um 7.600 m2.


Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.