Almennar fréttir / 6. júní 2017

Árshlutareikningur Regins hf. 1. janúar 2017 til 31. mars 2017

Árshlutareikningur Regins hf. 1. janúar 2017 til 31. mars 2017 var samþykktur af stjórn þann 30. maí.

·        Rekstrartekjur námu 1.643 m.kr.

·        Vöxtur leigutekna frá fyrra ári var 9%.

·        Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir var 1.020 m.kr., og jókst um 2% frá fyrra ári.

·        Bókfært virði fjárfestingareigna í lok tímabils er 84.086 m.kr. Matsbreyting á tímabilinu var 331 m.kr.

·        Hagnaður eftir tekjuskatt nam 620 m.kr. sem er lækkun  um 17% frá fyrra ári.

·        Handbært fé frá rekstri nam 1.066 m.kr.

·        Vaxtaberandi skuldir voru 49.259 m.kr. í lok tímabilsins samanborið við 49.499 m.kr. í árslok 2016. Skuldsetning sem hlutfall af fjárfestingareignum er 59%.

·        Eiginfjárhlutfall er 35%.

·        Hagnaður á hlut fyrir tímabilið er 0,4 en var 0,52 fyrir sama tímabil í fyrra.

Félagið er skráð í Kauphöll Íslands (NASDAQ OMX Iceland hf.), fjöldi hluthafa þann 31. mars sl. voru 766.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.