Almennar fréttir / 19. apríl 2016

World Class kemur í Smáralind

World Class undirritaði í gær leigusamning við Reginn hf. um húsnæði á 2. hæð í  Norðurturni  Smáralindar. Þar mun World Class opna glæsilega líkamsrækt og SPA næsta haust. Heildarrými verður um 2.000 m2 en samningurinn er til 8 ára.

Samningur þessi er enn eitt mikilvægt skref í endurskipulagningu Smáralindar og umhverfi verslanamiðstöðvarinnar. Síðustu helgi kynnti Íslandsbanki að höfuðstöðvar bankans yrðu fluttar í Norðurturnin við  Smáralind, við þá ráðstöfun er Norðurturninn fullnýttur og orðinn að 800 manna vinnustað.  Það er mat stjórnenda Regins hf. og  Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. að þessi tíðindi séu mjög jákvæð fyrir verslun og þjónustu í Smáralind og nágrenni og styrki samkeppnisstöðu svæðisins.

World Class og Reginn hf. hafa átt gott samstarf í gegnum tíðina en World Class hefur skapað sér  fastan sess í Egilshöll þar sem mikil og jákvæð uppbygging hefur átt sér stað síðustu árin.

 

Annað fréttnæmt

30. jún.

Reginn gefur út græn skuldabréf

Reginn hefur, fyrst íslenskra fasteignafélaga, lokið sölu á grænum skuldabréfum. Reginn verður þar með fyrsti einkaaðilinn og fyrsta félagið skráð á íslenskan hlutabréfamarkað til að gefa út slík bréf.
29. jún.

Nýr þjónustuvefur Regins

Reginn hefur opnað sérstakan þjónustuvef, mínar síður, þar sem viðskiptavinir geta nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar með rafrænum hætti og sparað sér sporin.
14. maí

Uppgjör 1F 2020

Rekstur félagsins er traustur en áhrifa af COVID gætir í rekstrinum og forsendur fyrir áður birtri rekstraráætlun því breyttar. Rekstrartekjur námu 2.390 m.kr. og þar af námu leigutekjur 2.241 m.kr. Leigutekjur standa nánast í stað á milli ára m.v. krónutölu, sem þýðir 2% lækkun leigutekna að teknu tilliti til verðlagsþróunar. Ástæða þess eru neikvæð áhrif á veltutengda leigu og umbreyting á leigurýmum.