Almennar fréttir / 17. október 2013

Vísindadagar í Smáralind

Nú standa yfir vísindadagar í Smáralind og að þessu sinni ber sýningin heitið Vatn - Hið fljótandi undur. Sýningin er framhald af sýningunni Undur vísindanna sem sett var upp í Smáralind í febrúar síðastliðnum en í þetta sinn er þema sýningarinnar vatn.

Tilgangur sýningarinnar er að fræða fólk og leyfa því að kynnast á eigin forsendum áður óþekktum tengslum og áhrifum vatns. Eðlisfræðin er með þessu móti sett upp á einfaldan og skemmtilegan hátt fyrir alla aldurshópa til fróðleiks og skemmtunar.

Þetta er í annað skipti sem svona sýning er haldin í Smáralind og á Íslandi. Sýningin kemur frá Þýskalandi og er sérstaklega gerð fyrir verslunarmiðstöðvar. Undir slagorðinu „Science on Tour“ er ferðast með sýninguna á milli landa og hún sett upp á fjölförnum stöðum til þess að sem flestir fái tækifæri til að prófa og kynnast ótrúlegum og heillandi fyrirbærum úr heimi vísindanna.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.