Almennar fréttir / 13. apríl 2018

Verslanir Hagkaups hljóta verðlaun

Nýjar verslanir Hagkaups hafa á undanförnum misserum hlotið fjölda viðurkenninga á erlendum hönnunarhátíðum. Breytingar á verslunum Hagkaups hófust ári 2016 í Smáralind þar sem tekin var ný nálgun á útlit og vöruúrval. Í kjölfarið á vel heppnuðum breytingum í Smáralind réðst Hagkaup einnig í uppfærslu á verslun sinni í Kringlunni.

 

Hagkaup fékk m.a. gull verðlaun í The Transform Awards Europe, fyrir bestu upplifun á vörumerki. Í tilkynningu frá Hagkaup kemur fram að verðlaunin séu aðeins ein af mörgum viðurkenningum sem hönnunin hefur fengið síðustu misseri. Hönnunin hefur alls verið tilnefnd til fjögurra alþjóðlegra hönnunarkeppna upp á síðkastið og vann hönnunin t.d. silfur í DBA Design Effectiveness Awards fyrir áhrifamestu breytingar á verslun.

Breytt og bætt nýting verslunar Hagkaups í Smáralind var fyrsti liðurinn í þeim miklu og vel heppnuðu umbreytingum sem hafa verið í Smáralind undanfarin tvö ár

Annað fréttnæmt

08. sep.

Sjálfbærnidagur Landsbankans 2023

Fimmtudaginn 7. september fór Sjálfbærnidagur Landsbankans fram í Grósku. Meðal þeirra sem fóru með erindi á fundinum var Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og reksturs fasteigna hjá Regin.