Almennar fréttir / 27. apríl 2017

Útgáfurammi og útgáfa skuldabréfa

 

Stjórn Regins hf. samþykkti þann 25. apríl sl. útgáfu og sölu á skuldabréfum í lokuðu útboði að fjárhæð allt að 8 ma.kr. undir nýjum útgáfuramma. Með útgáfurammanum er mynduð umgjörð utan um útgáfu félagsins á skuldabréfum og víxlum. Tilgangur útgáfurammans er að auka stuðning við þróun félagsins á markaði, endurfjármögnun á hluta núverandi skulda og að auka fjölbreytni í fjármögnun félagsins.

Samkvæmt útgáfurammanum verður heimilt að gefa út skuldabréf og víxla með mismunandi eiginleika fyrir allt að 70 ma.kr. Útgáfurammanum er lýst í grunnlýsingu sem er í samþykktarferli hjá Fjármálaeftirlitinu og er áætlað að verði birt í maí 2017.

Áformað er að selja fyrsta skuldabréfaflokkinn sem gefinn verður út undir útgáfurammanum í maí 2017, en nánari tímasetning og skilmálar sölunnar verða tilkynnt síðar. Um að ræða verðtryggð skuldabréf til 30 ára með veði í vel dreifðu safni fasteigna. Sótt verður um töku skuldabréfaflokksins til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. Markaðsviðskipti Landsbankans munu hafa umsjón með sölunni og á næstu vikum mun Reginn ásamt Landsbankanum kynna fjárfestum útgáfurammann og fyrsta skuldabréfaflokkinn sem til stendur að selja.

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.