Almennar fréttir / 25. mars 2019

Tryggingastofnun ríkisins flyst í Hlíðasmára 11

Reginn Atvinnuhúsnæði hefur lokið við að afhenda Tryggingastofnun ríkisins skrifstofuhúsnæði að Hlíðasmára 11, 201 Kópavogi. Um er að ræða 2.564 fermetra skrifstofuhúsnæði sem er nýinnréttað og aðlagað eftir þörfum Tryggingastofnun ríkisins. Við hönnun húsnæðisins var lögð áhersla á hljóðvist, loftgæði og aðgengi fyrir alla. Innra skipulag húsnæðisins miðast við opin vinnurými í bland við næðisrými og afdrep

Á næstu dögum mun TR flytja alla sína starfsemi á Laugavegi 114 yfir í Hlíðasmára 11 og stefnir á formlega opnun 1. apríl n.k.

Húsnæðið var hannað af Batterí Arkitektar. Reginn sá um stýringu og samræmingu verkefnis.

Annað fréttnæmt

30. jún.

Reginn gefur út græn skuldabréf

Reginn hefur, fyrst íslenskra fasteignafélaga, lokið sölu á grænum skuldabréfum. Reginn verður þar með fyrsti einkaaðilinn og fyrsta félagið skráð á íslenskan hlutabréfamarkað til að gefa út slík bréf.
29. jún.

Nýr þjónustuvefur Regins

Reginn hefur opnað sérstakan þjónustuvef, mínar síður, þar sem viðskiptavinir geta nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar með rafrænum hætti og sparað sér sporin.
14. maí

Uppgjör 1F 2020

Rekstur félagsins er traustur en áhrifa af COVID gætir í rekstrinum og forsendur fyrir áður birtri rekstraráætlun því breyttar. Rekstrartekjur námu 2.390 m.kr. og þar af námu leigutekjur 2.241 m.kr. Leigutekjur standa nánast í stað á milli ára m.v. krónutölu, sem þýðir 2% lækkun leigutekna að teknu tilliti til verðlagsþróunar. Ástæða þess eru neikvæð áhrif á veltutengda leigu og umbreyting á leigurýmum.