Reginn Atvinnuhúsnæði hefur lokið við að afhenda Tryggingastofnun ríkisins skrifstofuhúsnæði að Hlíðasmára 11, 201 Kópavogi. Um er að ræða 2.564 fermetra skrifstofuhúsnæði sem er nýinnréttað og aðlagað eftir þörfum Tryggingastofnun ríkisins. Við hönnun húsnæðisins var lögð áhersla á hljóðvist, loftgæði og aðgengi fyrir alla. Innra skipulag húsnæðisins miðast við opin vinnurými í bland við næðisrými og afdrep
Á næstu dögum mun TR flytja alla sína starfsemi á Laugavegi 114 yfir í Hlíðasmára 11 og stefnir á formlega opnun 1. apríl n.k.
Húsnæðið var hannað af Batterí Arkitektar. Reginn sá um stýringu og samræmingu verkefnis.
08.
sep.

Sjálfbærnidagur Landsbankans 2023
Fimmtudaginn 7. september fór Sjálfbærnidagur Landsbankans fram í Grósku. Meðal þeirra sem fóru með erindi á fundinum var Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og reksturs fasteigna hjá Regin.
31.
ágú.

Reginn hagnast um 6,1 milljarð á fyrri árshelmingi - hagnaður jókst um 66%
Rekstrartekjur námu 6.682 m.kr. fyrstu sex mánuði ársins og þar af námu leigutekjur 6.311 m.kr. Leigutekjur hafa hækkað um 16,5% samanborið við sama tímabil 2022, sem jafngildir um 7% raunaukningu.
23.
ágú.

Reginn er fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2022-2023
Þann 22. ágúst hlaut Reginn viðurkenningu vegna góðra stjórnarhátta og nafnbótin Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.