Almennar fréttir / 5. janúar 2023

Sunnuhlíð Akureyri – nýr heilsutengdur þjónustukjarni

Nú er í gangi metnaðarfullt enduruppbyggingarverkefni á Akureyri þar sem verið er að breyta og bæta húsnæði Sunnuhlíðar. Húsnæðið hefur verið þáttur í lífi Akureyringa til fjölda ára sem verslunarmiðstöð en mun nú fá nýtt hlutverk sem heilsutengdur þjónustukjarni.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands vinnur að opnun glæsilegrar heilsugæslustöðvar í Sunnuhlíð og samhliða því er verið að efla heilsutengda þjónustu í húsinu þannig að um verði að ræða glæsilegan heilsutengdan þjónustukjarna.

Búið er að endurhanna húsið svo það nýtist sem best í nýju hlutverki og er í byggingu 814 fermetra viðbygging við húsið ásamt því að öll sameign er endurbyggð þannig að aðgengi verður með besta móti. Að framkvæmdum loknum verður húsið í heildina um 4.500 fermetrar og fer um helmingur af því undir starfssemi heilsugæslunnar.

Til viðbótar við starfssemi heilsugæslunnar eru hugmyndir um aðra heilstutengda þjónustu eins og sjúkraþjálfun, sálfræðiþjónustu, stofur sérfræðilækna, augnlækna, eyrnalækna, húðlækna, nuddara og kírópraktora ásamt vönduðum verslunum eins og apóteki, gleraugnaverslun og fleiru með heilsutengdar vörur eða þjónustu.

Áhugasamir aðilar um að vera með heilsutengdan rekstur í Sunnuhlíð eru beðnir um að hafa samband með því að senda tölvupóst á leiga@reginn.is

 

  • Endurhannað húsnæði til að mæta nútímakröfum 
  • Næg bílastæði og gott aðgengi fyrir gangandi og hjólandi
  • Góð útleigurými bæði á jarhæð og í kjallara
  • Öll sameign endurnýjuð og aðgengi á milli hæða með besta móti 

 

Hér má sjá viðtal við Helga forstjóra Regins þar sem hann ræðir um verkefnið við N4.

 

Annað fréttnæmt

13. jan.

Ánægðari viðskiptavinir þriðja árið í röð!

Samkvæmt niðurstöðum mælinga Íslensku ánægjuvogarinnar mælist ánægja viðskiptavina Smáralindar hæst í flokki verslunarmiðstöðva – nú þriðja árið í röð. Rekstraraðilar í Smáralind eiga stóran þátt í þessari viðurkenningu og þökkum við þeim kærlega fyrir gott samtarf.
28. okt.

Framsækið margmiðlunarverk vígir stafrænt sýningarrými í Hafnartorgi Gallery

4. nóvember næstkomandi verður frumflutt nýtt margmiðlunarverk eftir Högna Egilsson og karlssonwilker í Hafnartorg Gallery. Karlssonwilker er hönnunarstúdíó í New York sem Íslendingurinn Hjalti Karlsson stofnaði um síðustu aldamót. Á farsælum ferli hefur stúdíóið unnið með MoMA, Nintendo, Samsung, Puma, og Guggenheim og Rockefeller-sjóðunum svo fátt eitt sé nefnt.
20. okt.

Reginn hlýtur verðlaun fyrir framúrskarandi samfélagsábyrgð

Við erum einstaklega ánægð og stolt af því að Reginn hafi hlotið sérstök verðlaun fyrir árangur á sviði samfélagsábyrgðar meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2022. Verðlaunin eru veitt árlega af Creditinfo í samstarfi við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð.