Almennar fréttir / 5. janúar 2023

Sunnuhlíð Akureyri – nýr heilsutengdur þjónustukjarni

Nú er í gangi metnaðarfullt enduruppbyggingarverkefni á Akureyri þar sem verið er að breyta og bæta húsnæði Sunnuhlíðar. Húsnæðið hefur verið þáttur í lífi Akureyringa til fjölda ára sem verslunarmiðstöð en mun nú fá nýtt hlutverk sem heilsutengdur þjónustukjarni.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands vinnur að opnun glæsilegrar heilsugæslustöðvar í Sunnuhlíð og samhliða því er verið að efla heilsutengda þjónustu í húsinu þannig að um verði að ræða glæsilegan heilsutengdan þjónustukjarna.

Búið er að endurhanna húsið svo það nýtist sem best í nýju hlutverki og er í byggingu 814 fermetra viðbygging við húsið ásamt því að öll sameign er endurbyggð þannig að aðgengi verður með besta móti. Að framkvæmdum loknum verður húsið í heildina um 4.500 fermetrar og fer um helmingur af því undir starfssemi heilsugæslunnar.

Til viðbótar við starfssemi heilsugæslunnar eru hugmyndir um aðra heilstutengda þjónustu eins og sjúkraþjálfun, sálfræðiþjónustu, stofur sérfræðilækna, augnlækna, eyrnalækna, húðlækna, nuddara og kírópraktora ásamt vönduðum verslunum eins og apóteki, gleraugnaverslun og fleiru með heilsutengdar vörur eða þjónustu.

Áhugasamir aðilar um að vera með heilsutengdan rekstur í Sunnuhlíð eru beðnir um að hafa samband með því að senda tölvupóst á leiga@reginn.is

 

  • Endurhannað húsnæði til að mæta nútímakröfum 
  • Næg bílastæði og gott aðgengi fyrir gangandi og hjólandi
  • Góð útleigurými bæði á jarhæð og í kjallara
  • Öll sameign endurnýjuð og aðgengi á milli hæða með besta móti 

 

Hér má sjá viðtal við Helga forstjóra Regins þar sem hann ræðir um verkefnið við N4.

 

Annað fréttnæmt

08. jún.

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Stjórn Regins hefur sent tilkynningu í Kauphöll Íslands þar sem tilkynnt var um ákvörðun stjórnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Við sjáum fyrir okkur nýja sókn þessara tveggja félaga undir nýju nafni og merki.
07. jún.

Fasteignamat 2024

Fasteignamat eignasafns Regins kemur til með að hækka um 2% milli áranna 2023 og 2024. Atvinnuhúsnæði í heild sinni á landinu hækkar hins vegar um 4,8%.
26. maí

Reginn gefur út nýja græna skuldabréfaflokka

Þann 25. maí 2023 voru gefnir út tveir nýir grænir skuldabréfaflokkar. Báðir flokkarnir eru grænir og eru veðtryggðir undir almenna tryggingarfyrirkomulagi Regins. Með farsælu útboði á þessum tveimur flokkum náðust öll meginmarkmið félagsins og standa meðal verðtryggðir vextir félagsins í um 2,84% í kjölfar útboðsins.