Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Súðarvogur 4 - Niðurrif og förgun

Reginn ehf., auglýsir hér með eftir tilboðum í niðurrif og förgun á hluta hússins við Súðarvog 4 í Reykjavík. Um er að ræða fremsta hluta hússins við Súðarvog 4, samtals 2.158 m2. Húsið er stálgrind á steyptum kjallara.

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með mánudeginum 22. ágúst 2011. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu senda tölvupóst á netfangið bergsveinn@reginn.is og óska eftir útboðsgögnum. Gefa þarf upp nafn, heimilisfang, símanúmer og kennitölu umsækjanda.

Útboðsgögn verða send viðkomandi í tölvupósti. Gögn verða ekki afhent á annan hátt, hvorki prentuð né á geisladiski.

Skilafrestur tilboða er til kl. 11:00 miðvikudaginn 31. ágúst. Tilboð verða þá opnuð á skrifstofu Regins ehf. að Borgartúni 25, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Annað fréttnæmt

12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.