Almennar fréttir / 1. júní 2022

Stækkun Hafnartorgs fær nafnið Hafnartorg Gallery

Hafnartorgssvæðið stækkar umtalsvert í sumar en á næstu vikum opnar nýr áfangastaður með verslunum og veitingastöðum við gömlu höfnina í Reykjavík. Staðurinn hefur nú fengið nafnið Hafnartorg Gallery en þar verður að finna vandaðar verslanir, úrval af mat og drykk fyrir öll tækifæri auk menningartengdrar starfssemi. Ætlunin er að Hafnartorg Gallery verði í lykilhlutverki við að gefa fólki færi á njóta lífsins í miðborginni frá morgni til kvölds allt árið um kring.

Meðal þeirra sem nú undirbúa opnun í Hafnatorgi Gallery má nefna nýja flaggskipsverslun 66°Norður, fyrstu verslun North Face á Íslandi, nýja og glæsilega lífsstílsverslun Casa, nýjan 80 sæta „fine dining“ veitingastað með áherslu á nútímalegt fransk-íslenskt eldhús. Auk þess munu 7 smærri veitingastaðir opna með fjölbreytt úrval af mat og drykk.

Í Hafnartorgi Gallery verða því alls 11 nýir veitingastaðir og verslanir, sem bætast við þá 12 rekstaraðila sem þegar má finna í eldri hluta Hafnartorgs og áður en langt um líður er gert ráð fyrir að fjöldi rekstraraðila á svæðinu verði um 30 talsins.

Basalt Arkitektar eiga heiðurinn að innanhússhönnun Hafnartorgs Gallery en markmiðið var að skapa opið fjölnota rými sem býr til frjóan jarðveg fyrir margs konar upplifun og lífsgæði. Þannig er ætlunin að Hafnartorg Gallery verði miðpunktur mannlífs í nýju borgarrými; staður til að versla, njóta matar og drykkjar, staldra við á milli erinda í miðborginni og upplifa menningu í tengslum við viðburði.

Opnun Hafnartorgs Gallery markar tímamót í borginni því nú er að ljúka rúmlega áratugs-langri uppbyggingu á svæðinu milli Lækjartorgs og Hörpu þar sem ný íbúabyggð, atvinnustarfsemi, almenningsrými, verslun og þjónusta auk ráðstefnuhalds og menningarinnar í Hörpu bætast við miðborgina. Uppbyggingu á svæðinu lýkur síðar á þessu ári þegar framkvæmdum við nýtt hús Landsbankans lýkur.

Aðgengi að svæðinu er eins og best verður á kosið. Undir svæðinu liggur stærsti bílakjallari landsins en hægt er að koma upp úr honum á ýmsum stöðum á Hafnartorgi, þar á meðal upp um rúllustiga beint inn í Hafnartorg Gallery. Þá liggja frábærar hjóla- og gönguleiðir að svæðinu auk þess sem mikilvægar biðstöðvar strætó liggja við Hafnartorg auk Borgarlínu þegar fram líða stundir.

Sjá nánar á www.hafnartorggallery.is

Tengiliður: Finnur Bogi Hannesson / s. 665 0802 / n. finnur@reginn.is

 

 

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.