Almennar fréttir / 17. október 2022

Snjallsorp í Smáralind

Innleiðing er nú hafin að nýju og snjöllu flokkunarkerfi í Smáralind sem stuðlar að betri og hagkvæmari sorpflokkun. Kerfið, sem kallað er Snjallsorp og þjónar fyrirtækjum í Smáralind, virkar þannig að notendur skrá sig inn í kerfið þegar losa á sorp og sérstakur búnaður vigtar sorp hvers og eins. Með því er skráð niður á notanda með rafrænum hætti magn og flokk þess sorps sem er losað og hver og einn greiðir aðeins fyrir sína losun. Notendur fá þannig ítarlegar upplýsingar um sína sorplosun og flokkun.

Þetta gerir notendum meðal annars kleift að fylgjast með sorpflokkunarhlutfalli sínu og magni og bera saman árangur á milli mánaða og ára. Þannig verður hver og einn notandi ábyrgur fyrir sinni sorpflokkun sem eykur hagkvæmni og stuðlar að fjárhagslegum ávinningi af flokkuninni ásamt því að stuðla að betri sorpflokkun í Smáralind.

Innleiðing Snjallsorps er liður í grænni vegferð Regins og styður við BREEAM In-Use vottun Smáralindar. 

Annað fréttnæmt

13. jan.

Ánægðari viðskiptavinir þriðja árið í röð!

Samkvæmt niðurstöðum mælinga Íslensku ánægjuvogarinnar mælist ánægja viðskiptavina Smáralindar hæst í flokki verslunarmiðstöðva – nú þriðja árið í röð. Rekstraraðilar í Smáralind eiga stóran þátt í þessari viðurkenningu og þökkum við þeim kærlega fyrir gott samtarf.
05. jan.

Sunnuhlíð Akureyri – nýr heilsutengdur þjónustukjarni

Nú er í gangi metnaðarfullt enduruppbyggingarverkefni á Akureyri þar sem verið er að breyta og bæta húsnæði Sunnuhlíðar. Húsnæðið hefur verið þáttur í lífi Akureyringa til fjölda ára sem verslunarmiðstöð en mun nú fá nýtt hlutverk sem heilsutengdur þjónustukjarni.
28. okt.

Framsækið margmiðlunarverk vígir stafrænt sýningarrými í Hafnartorgi Gallery

4. nóvember næstkomandi verður frumflutt nýtt margmiðlunarverk eftir Högna Egilsson og karlssonwilker í Hafnartorg Gallery. Karlssonwilker er hönnunarstúdíó í New York sem Íslendingurinn Hjalti Karlsson stofnaði um síðustu aldamót. Á farsælum ferli hefur stúdíóið unnið með MoMA, Nintendo, Samsung, Puma, og Guggenheim og Rockefeller-sjóðunum svo fátt eitt sé nefnt.