Almennar fréttir / 17. október 2022

Snjallsorp í Smáralind

Innleiðing er nú hafin að nýju og snjöllu flokkunarkerfi í Smáralind sem stuðlar að betri og hagkvæmari sorpflokkun. Kerfið, sem kallað er Snjallsorp og þjónar fyrirtækjum í Smáralind, virkar þannig að notendur skrá sig inn í kerfið þegar losa á sorp og sérstakur búnaður vigtar sorp hvers og eins. Með því er skráð niður á notanda með rafrænum hætti magn og flokk þess sorps sem er losað og hver og einn greiðir aðeins fyrir sína losun. Notendur fá þannig ítarlegar upplýsingar um sína sorplosun og flokkun.

Þetta gerir notendum meðal annars kleift að fylgjast með sorpflokkunarhlutfalli sínu og magni og bera saman árangur á milli mánaða og ára. Þannig verður hver og einn notandi ábyrgur fyrir sinni sorpflokkun sem eykur hagkvæmni og stuðlar að fjárhagslegum ávinningi af flokkuninni ásamt því að stuðla að betri sorpflokkun í Smáralind.

Innleiðing Snjallsorps er liður í grænni vegferð Regins og styður við BREEAM In-Use vottun Smáralindar. 

Annað fréttnæmt

08. jún.

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Stjórn Regins hefur sent tilkynningu í Kauphöll Íslands þar sem tilkynnt var um ákvörðun stjórnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Við sjáum fyrir okkur nýja sókn þessara tveggja félaga undir nýju nafni og merki.
07. jún.

Fasteignamat 2024

Fasteignamat eignasafns Regins kemur til með að hækka um 2% milli áranna 2023 og 2024. Atvinnuhúsnæði í heild sinni á landinu hækkar hins vegar um 4,8%.
26. maí

Reginn gefur út nýja græna skuldabréfaflokka

Þann 25. maí 2023 voru gefnir út tveir nýir grænir skuldabréfaflokkar. Báðir flokkarnir eru grænir og eru veðtryggðir undir almenna tryggingarfyrirkomulagi Regins. Með farsælu útboði á þessum tveimur flokkum náðust öll meginmarkmið félagsins og standa meðal verðtryggðir vextir félagsins í um 2,84% í kjölfar útboðsins.